Listaháskólinn í Hallgrímskirkju

Laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00 flytja nemendur í kirkjutónlistar- og söngdeildum Listaháskóla Íslands fjölbreytta tónlist. Listvinafélag Hallgrímskirkju og tónlistardeild Listaháskóla Íslands hafa gert með sér samkomulag um að tónlistardeildin skipuleggi tvenna tónleika á vorönn 2015. Markmiðið með þessu samstarfi er að kynna töfra Klais orgelsins og hinn frábæra hljómburð kirkjunnar fyrir nemendum skólans og á sama tíma gefa listvinum kirkjunnar tækifæri til að heyra hvað hæfileikaríkir nemendur tónlistardeildar hafa fram að færa. Aðgangur er ókeypis.
Lesa nánar

Fjölskyldumessa í Hallgrímskirkju

 Sunnudaginn 1. mars, sem er annar sunnudagur í föstu, er fjölskyldumessa í Hallgrímskirkju kl. 11.00. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt Ingu Harðardóttur cand. theol. og flytur samtalsprédikun með fermingarbörnum, sem einnig lesa ritningarlestra og bænir. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Organisti er Hörður Áskelsson. Undir útdeilingu leikur Margrét Helga Kristjánsdóttir á flautu við píanóundirleik móður sinnar, Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur. Kaffisopi á eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Árdegismessa

 Miðvikudaginn 25. febrúar 2015 er morgunmessa í Hallgrímskirkju kl. 08.00. Sr. Birgir Ásgeirsson þjónar fyrir altari, Kristján Þorgeirsson flytur hugvekju, Dóra Diego Þorkelsdóttir fer með bæn, Sigurður Björnsson er forsöngvari og Birna G. Hjaltadóttir aðstoðar við útdeilingu. Á eftir er léttur morgunverður í safnaðarsal kirkjunnar í umsjá Hjördísar Jensdóttur og Birnu Gunnarsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Messa og barnastarf og ensk messa

 Sunnudagur 22. febrúar er fyrsti sunnudagur í föstu. Í Hallgrímskirkju er messa og barnastarf kl. 11.00. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða almennan messusöng. Agnes Tanja sópran syngur einsöng. Organisti er Hörður Áskelsson. Barnastarfið er í umsjá Rósu Árnadóttur. Kaffisopi á eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.
Ensk messa er kl. 14.00. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Hörður Áskelsson. Kaffi og meðlæti á eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Öskudagsmessa

Miðvikudaginn 18. febrúar er öskudagur og er sérstök öskudagsmessa í Hallgrímskirkju að því tilefni kl. 08.00.  Séra Kristján Valur Ingólfsson þjónar og sér um alla messuliði. Miðvikudagsmessur hafa verið í Hallgrímskirkju síðan á öskudag 2003, þannig að á morgun eru 12 ár síðan þær hófust og hefur varla nokkurn tíma verið messufall. Boðið er upp á kaffi og meðlæti að lokinni messu. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar