Krílasálmar Í Hallgrímskirkju og Laugarneskirkju

KRÍLASÁLMAR ER TÓNLISTARNÁMSKEIÐ FYRIR UNG BÖRN OG FORELDRA ÞEIRRA, ÞAR SEM TÓNLIST ER NOTUÐ TIL AÐ STYRKJA TENGSLAMYNDUN OG ÖRVA BÖRNIN. Í KENNSLUNNI ER EINKUM NOTAST VIÐ SÁLMA OG ÞEKKT BARNALÖG. VIÐ SYNGJUM FYRIR BÖRNIN, VÖGGUM ÞEIM OG DÖNSUM OG Á ÞANN HÁTT FÁ ÞAU UPPLIFUN AF TÓNLISTINNI SEM HEFUR GÓÐ ÁHRIF Á TILFINNINGA- OG HREYFIÞROSKA ÞEIRRA. ÞAÐ KREFST ENGRAR SÉRKUNNÁTTU AÐ SYNGJA FYRIR BÖRNIN OKKAR. FYRIR ÞITT BARN ER ÞÍN RÖDD ÞAÐ FALLEGASTA Í ÖLLUM HEIMINUM, ALVEG SAMA HVERNIG HÚN HLJÓMAR. NÁMSKEIÐIÐ FER FRAM Á FIMMTUDÖGUM KL. 13 TIL 14 OG HVERT NÁMSKEIÐ ER SEX VIKUR. .....
Lesa nánar

Messa og barnastarf

 Sunnudagur 14. september: Messa og barnastarf í Hallgrímskirkju kl. 11.00. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eldri félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisopi á eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Prjónakvöld í Hallgrímskirkju

 Á morgun, miðvikudaginn 10. september er prjónakvöld í Hallgrímskirkju kl. 19.30 - 22.00. Umsjón hefur Erla Elín Hansdóttir. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Messa og barnastarf

 Vetrarstarf hefst í Hallgrímskirkju sunnudaginn 7. september. Messa og barnastarf er kl. 11.00. Séra Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða almennan messusöng. Organisti er Hörður Áskelsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisopi á eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Árdegismessa

 Miðvikudagur 3. september: Morgunmessa í Hallgrímskirkju kl. 08.00. Séra Birgir Ásgeirsson þjónar, Sigrún V. Ásgeirsdóttir flytur hugvekju, Sigurður Björnsson er forsöngvari og Grétar Einarsson fer með bæn. Guðlaugur Leósson aðstoðar við útdeilingu. Kaffi og meðlæti á eftir messunni í safnaðarsal kirkjunnar. Umsjón með kaffinu hafa Ása Guðjónsdóttir og Sigurður Bjarnason. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar