Dymbilvika og páskar í Hallgrímskirkju

 Miðvikudagur 16. apríl: Árdegismessa kl. 08.00, Hallgrímsvaka kl. 20.00. Fimmtudagur 17. apríl, Skírdagur:  Söngvahátíð barnanna kl. 17.00. Kvöldmessa og Getsemanestund kl. 20.00. Föstudagur 18. apríl, föstudagurinn langi: Guðsþjónusta kl. 11.00. Lestur Passíusálma kl. 13.00. Sunnudagur 20. apríl, páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 08.00. Hátíðarmessa kl. 11.00. Mánudagur 21. apríl, annar í páskum: Fermingarmessa kl. 11.00. Tónleikar kl. 20.00: Páskakantata Hallgríms. Sunnudagur 27. apríl, fyrsti sunnudagur eftir páska:  Fermingarmessa kl. 11.00. Ensk messa kl. 14.00.
Lesa nánar

Pálmasunnudagur - messa og barnastarf

 Á sunnudaginn 13. apríl, Pálmasunnudag, er messa og barnastarf kl. 11.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni og messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisopi á eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir. Athöfninni er útvarpað.
Lesa nánar

Kyrrðarstund

 Á morgun, fimmtudaginn 10. apríl, kyrrðarstund kl. 12.00 - 12.30. Orgelleikur: Björn Steinar Sólbergsson. Léttur hádegisverður eftir stundina í safnaðarsal kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Næsta kyrrðarstund er fimmtudaginn 24. apríl.
Lesa nánar

Árdegismessa

 Á morgun, miðvikudaginn 9. apríl, er morgunmessa í Hallgrímskirkju kl. 08.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson flytur hugvekju, Hjördís Jensdóttir fer með bæn og Dóra Diego Þorkelsdóttir aðstoðar við útdeilingu. Á eftir er boðið upp á kaffi og meðlæti í safnaðarsal kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Tónskólamessa og barnastarf

 Sunnudagur 6. apríl: Boðunardagur Maríu. Tónskólamessa og barnastarf í Hallgrímskirkju kl. 11.00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar. Messuþjónar aðstoða. Nemendur Tónskóla þjóðkirkjunnar flytja tónlist í messunni ásamt kvartett úr kammersveitinni Schola cantorum. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfinu hefur Inga Harðardóttir. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar