Fyrsti sunnudagur í aðventu í Hallgrímskirkju

 LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 33. STARFSÁR

Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju 30. nóvember.– 31. desember 2014

  30. nóvember Fyrsti sunnudagur í aðventu

11.00 Hátíðarmessa. Biskup Íslands Frú Agnes Sigurðardóttir prédikar. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, sr. Birgir Ásgeirsson og sr. Sigurður Árni Þórðarson þjóna fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum syngja. Schola cantorum og strengjasveit flytja kantötuna Nú kemur heimsins hjálparráð BWV 61 eftir J.S. Bach. Einsöngvarar eru Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran, Bragi Bergþórsson tenór og Fjölnir Ólafsson bassi. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Organisti Björn Steinar Sólbergsson.

Við lok athafnarinnar er sr. Sigurður Árni Þórðarson settur inn i embætti sóknarprests Hallgrímskirkju.

Hátíðarmessan markar upphaf jólasöfnunar fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.

 17.00 Nú kemur heimsins hjálparráð-orgeltónleikar.

Björn Steinar Sólbergsson flytur aðventu- og jólatónlist, m.a. sálmforleiki eftir Bach, A. Carter o fl.

Falleg stund með Klais orgelinu á 1. sunnudegi í aðventu.

Aðgangseyrir: 2.500 krlistvinir: 50% afsláttur

Lesa nánar

Kyrrðarstund og jólafundur Kvenfélags Hallgrímskirkju

 Fimmtudaginn 27. nóvember 2014 er kyrrðarstund í Hallgrímskirkju kl. 12.00 - 12.30. Orgelleikur, íhugun og bæn. Léttur hádegisverður á eftir í safnaðarsal kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir.
Um kvöldið sama dag kl. 18.00 er jólafundur Kvenfélags Hallgrímskirkju. Hangikjöt og meðlæti. Kaffi á eftir. Gestir eru tónlistarmennirnir Bára Grímsdóttir og Chris Foster og Steinunn Jóhannesdóttir sem mun kynna nýútkomna bók sína "Jólin hans Hallgríms". Verð fyrir matinn er 3000 kr. Gestir velkomnir.
Lesa nánar

Messa og barnastarf

 Sunnudaginn 23. nóvember 2014 er messa og barnastarf í Hallgrímskirkju kl. 11.00. Séra Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni og messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða almennan messusöng. Organisti er Hörður Áskelsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisopi á eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Kyrrðarstund í Hallgrímskirkju

 Fimmtudaginn 20. nóvember 2014 er kyrrðarstund í Hallgrímskirkju kl. 12.00 - 12.30. Orgelleikur, íhugun og bæn. Léttur hádegisverður á eftir stundinni í safnaðarsal kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Fjölskyldumessa í Hallgrímskirkju

 Sunnudaginn 16. nóvember 2014 kl. 11.00 er fjölskyldumessa í Hallgrímskirkju. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson og séra Birgir Ásgeirsson þjóna fyrir altari og með þeim Inga Harðardóttir guðfræðingur og æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju. Messuþjónar aðstoða. Drengjakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti er Hörður Áskelsson. Kaffisopi á eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar