Messa og barnastarf

Sunnudagur 1. febrúar 2015, er fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu. Messa og barnastarf hefst í Hallgrímskirkju kl. 11.00. Séra María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða almennan messusöng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisopi á eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Árdegismessa

 Alla miðvikudaga er morgunmessa í Hallgrímskirkju kl. 08.00. Á morgun, miðvikudaginn 28. janúar,  mun séra María Ágústsdóttir þjóna fyrir altari, Dóra Diego Þorkelsdóttir og Kristján Þorgeirsson sjá um hugvekju og bæn, Sigurður Björnsson er forsöngvari og Hjördís Jensdóttir aðstoðar við útdeilingu. Á eftir messunni er að venju kaffi og meðlæti í safnaðarsal kirkjunnar og að þessu sinni í umsjá Sigrúnar V. Ásgeirsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Út fyrir endimörk alheimsins

Skoða má flestar ef ekki allar ofurhetjur Vesturlanda sem endurvarp og hluta áhrifasögu Jesú Krists. En ekki er hægt að skoða hann eða skilja t í ljósi ofuhetjanna. Jesús Kristur er allt annar og öðru vísi en ofurhetjurnar. Í prédikun síðasta sunnudags eftir þrettánda, 25. janúar, var ummyndun Jesú íhuguð, viðburðurinn á ummyndunarfjallinu og boðskapur til nútímafólks. Hægt er að nálgast prédikun Sigurðar Árna að baki smellunni tru.is
Lesa nánar

Var Jesús ofurhetja?

Á síðasta sunnudegi eftir þrettánda, 25. janúar 2015, hefjast messa og barnastarf í Hallgrímskirkju kl. 11.00. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og í prédikun ræðir hann um ummyndun Jesú. Var Jesús ofurhetja? Messuþjónar aðstoða.Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur leiða almennan messusöng undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti er Hörður Áskelsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisopi. Allir hjartanlega velkomnir.

 
Lesa nánar

Kyrrðarstund og krílasálmar í Hallgrímskirkju

 Fimmtudaginn 22. janúar kl. 12.00 - 12.30 er kyrrðarstund í Hallgrímskirkju. Orgelleikur, hugleiðing og bæn. Á eftir er léttur hádegisverður framreiddur í safnaðarsal kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir.
Sama dag kl. 13.00 eru krílasálmar í kirkjunni. Umsjón með krílasálmum hafa Arngerður María Árnadóttir organisti og Inga Harðardóttir guðfræðingur.
Lesa nánar