Messa og sögustund fyrir börnin

 Sunnudaginn 24. ágúst er messa og sögustund fyrir börnin í Hallgrímskirkju kl. 11.00. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða messusönginn. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Sögustund fyrir börnin er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisopi á eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Sálmafoss á menningarnótt

 Á menningarnótt á laugardaginn er Sálmafoss í Hallgrímskirkju frá kl. 15.00 til 21.00. Fram koma ýmsir kórar, organistar og einsöngvari. Nýir og eldri sálmar kenndir og sungnir. Aðgangur er ókeypis. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Hádegistónleikar Schola cantorum

 Í sumar hefur kammerkórinn Schola cantorum staðið fyrir hádegistónleikum í Hallgrímskirkju á miðvikudögum. Kórinn hefur flutt kórperlur eftir íslensk tónskáld ásamt íslenskum þjóðlögum. Tónleikarnir hefjast kl. 12.00 í dag og standa í um það bil 30 mínútur. Aðgangseyrir er kr. 2000. Miðasala við innganginn.
Lesa nánar

Messa og sögustund fyrir börnin

 Sunnudaginn 17. ágúst er messa og sögustund fyrir börnin í Hallgrímskirkju kl. 11.00. Séra María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða almennan messusöng. Organisti er Hörður Áskelsson. Eftirspilið leikur Axel Flierl frá Dillingen í Þýskalandi. Sögustundin er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisopi á eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Alþjóðlegt orgelsumar

 Alþjóðlegu orgelsumri lýkur nú um helgina með tvennum tónleikum.
 
Organisti helgarinnar, hinn 38 ára gamli Axel Flierl, er organisti og tónlistarstjóri við Basiliku heilags Péturs í Dillingen við Dóná í Bæjaralandi og listrænn stjórnandi alþjóðlegu orgeltónlistarhátíðinarinnar Dillinger Basilikakonzerte. Undanfarin tvö ár hefur hann unnið að doktorsverkefni við Tónlistarháskólann í Karlsruhe þar sem hann fjallar um orgelverk þýska tónskáldsins Karl Höller (1907–1987). Axel Flierl stundaði nám í kirkjutónlist, orgelleik og spuna hjá Edgar Krapp og Wolfgang Hörlin við Tónlistarháskólann í München og hjá Thierry Escaich og Vincent Warnier við Saint-Étienne-du-Mont kirkjuna í París þar sem hann kynnti sér sérstaklega orgeltónlist Maurice Duruflé. 

Á efnisskrá laugardagsins eru verk eftir J.S. Bach, M. Duruflé og R. Wagner ( Pílagrímakórinn í umritun F. Liszt) og á sunnudagstónleikunum leikur Axel Flierl Tokkötu og fúgu í F- dúr eftir J.S. Bach ásamt umritun Duruflé á kóral úr kantötu nr. 22, þrjú verk eftir Pierre Cochereau í tilefni af að í ár eru 30 ár frá andláti hans, en tónleikunum lýkur með hinni glæsilegu Svítu fyrir orgel op. 5 eftir Maurice Duruflé.
 
Alls hafa verið haldnir 27 orgeltónleikar undir merkjum Alþjóðlegs orgelsumars í sumar og eru þetta þeir 28. og 29. i röðinni.
Aðsókn hefur verið mjög góð og hefur stóra Klaisorgelið laðað að sér hátt í 5000 innlenda og erlenda gesti í sumar.
Tónleikastjóri AO 2014 er Áskell Harðarson, tónsmíðanemi við Listaháskóla Íslands, en listrænn stjórnandi er Hörður Áskelsson ásamt Birni Steinari Sólbergssyni.

Nánari upplýsingar veitir Inga Rós Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri Listvinafélags Hallgrímskirkju, s. 696 2849,

Lesa nánar