Fréttir: Desember 2017

Messa og barnastarf

09.03.2017
Messa og barnastarf 12. mars 2017, kl. 11.00. Annar sunnudagur í föstu Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfinu hafa Inga Harðardóttir, Karítas Hrundar Pálsdóttir og Sunna Karen Einarsdóttir.

Kyrrðarstund

07.03.2017
Fimmtudaginn 9. mars kl. 12 er kyrrðarstund í hádeginu. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina og organisti er Hörður Áskelsson. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Árdegismessa

07.03.2017
Miðvikudaginn 8. mars kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Messan er frábær leið til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir ásamt messuþjónum. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Liðug á líkama og sál

06.03.2017
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir, Mjöll Þórarinsdóttir og Katrín leikfimiskennari sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

06.03.2017
Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

06.03.2017
Á mánudögum er hádegisbæn kl. 12.15 – 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er hjá Maríumyndinni inn í kirkjunni. Opið öllum, verið velkomin.

Fjölskyldumessa

03.03.2017
Sunnudaginn 5.mars 2017 kl. 11 er fjölskyldumessa. Barna- og unglingakórinn syngur. Stjórnandi Ása Valgerður Sigurðardóttir. Umsjón Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson. Sunna Karen Einarsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir leika á píanó. Fermingarbörn lesa bænir og leiða...

Schola cantorum - Íslensku Tónlistarverðlaunin

03.03.2017
Það er Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, mikil gleði og heiður að hafa verið valinn “Tónlistarflytjandi ársins"  í flokkinum sígild- og samtímatónlist á uppskeruhátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna í Hörpu í gærkvöldi. Kórinn fagnaði 20 ára afmæli á síðasta ári m.a. með útgáfu geislaplötunnar Meditatio, sem hlotið hefur einróma lof...

Allir á facebooksíðu Hallgrímskirkju

01.03.2017
Hástökkvari vikunnar var facebooksíða Hallgrímskirkju. Hálf milljón manns kíkti við á síðunni og þrjátíu tvö þúsund flettu á einum degi. Í venjulegri viku er umferðin á síðunni innan við þúsund manns. Hvað gerðist? Ég fékk leyfi Gunnars Freys Gunnarssonar, ljósmyndara, að setja á síðuna stórkostlega mynd hans af Hallgrímskirkju í hríð á...