Fréttir: Desember 2017

Turninn lokar í dag kl. 15

30.01.2017
Í dag, mánudaginn 30. janúar lokar turninn kl. 15.00. Erum opinn á morgun og alla daga kl. 9 - 17.    

Hádegisbæn á mánudögum

30.01.2017
Í dag kl. 12.15 - 12.30 verður hádegisbæn sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er hjá Maríumyndinni inn í kirkjunni. Opið öllum, verið velkomin.    

Ensk messa 29. janúar kl. 14 / English service 29. January at 2 pm

28.01.2017
English below: Ensk messa kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. _______________________________________________________________________ English service with holy communion at 2 pm. Rev. Bjarni Þór Bjarnason is celebrant and...

Lúthersmessa - Upphafshátíð 500 ára siðbótarafmælis 29. janúar kl. 11

28.01.2017
Sunnudaginn 29. janúar kl. 11 verður hátíðarmessa sem markar upphaf 500 ára siðbótarafmælisins. Í ár munu verða mörg hátíðarhöld víða um land til þess að fanga því að 31. október fyrir 500 árum voru nelgd 95 mótmæli á hallardyrnar í Wittenberg sem var upphaf siðbót kirkjunnar. Einnig er 29. janúar líka afmælisdagur Katrínar frá Bóra og því við...

Þorrablót Kvenfélags Hallgrímskirkju

27.01.2017
Þorrablót Kvenfélags Hallgrímskirkju fimmtudaginn 2. febrúar kl. 19.00 í suðursal kirkjunnar Hefðbundinn Þorramatur, söngur, gleði og gaman. Góð samvera er gulli betri. Verð: 4500 kr. Vinsamlegast skráið ykkur hjá kirkjuvörðum eða Guðrúnu Gunnarsdóttur í síma 6993266/gudrun.gunnarsdottir1@gmail.com og Ásu Guðjónsdóttur í síma...

Klais-MIDI tónleikar kl 16

27.01.2017
Meistaranemar í tónsmíðum við LHÍ og Liszt akademíuna í Búdapest sameinast á námskeiði um forritun Klais orgelsins í Hallgrímskirkju dagana 23.-27. janúar. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Guðmundur Vignir Karlsson og Sveinn Ingi Reynisson. Afrakstur námskeiðsins má hlýða á í Hallgrímskirkju föstudaginn 27. janúar kl. 16. Konsertorgel...

Trú úrelt?

26.01.2017
Ágætt tímarit, Grapevine, er gefið út hér á landi og fjallar um íslensk málefni fyrir enskumælandi fólk. Nýlega var því haldið fram í þessu riti að vegna nútímaviðmiða hefði trúin hopað. Ein rökin eru að meðlimafjöldi þjóðkirkjunnar hafi minnkað. Á þrjátíu árum hefur fjöldinn lækkað um tuttugu prósent. En þrátt fyrir breytingar í kirkjuefnum er...

Kyrrðarstund í fimmtudagshádeginu

24.01.2017
Kyrrðarstund er á sínum stað fimmtudaginn 26. janúar kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Prestur er dr. Sigurður Árni Þórðarson og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar í kórkjallara

24.01.2017
Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Foreldrar með kríli og krútt eru hjartanlega velkomin. Umsjón: Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.