Fréttir: 2019

Hvernig mæltist prestinum?

21.03.2019
Fræðslumorgnaröðin ,,Hvernig mæltist prestinum?" um prédikanir prestanna í Hallgrímskirkju halda áfram. Fyrirlesturinn verður haldinn í Suðursal kl. 10. Að þessu sinni mun Ingibjörg Eyþórsdóttir, íslenskufræðingur fjalla um dr. Sigurður Pálsson. Heitt á könnunni og kleinur. Verið hjartanlega velkomin.

Kyrrðarstund - íhugun 17. passíusálms

20.03.2019
Kyrrðarstund Fimmtudaginn 21. mars kl. 12 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir. Dr. Gunnar Jóhannes Gunnarsson, prófessor á menntavísindasvíði Háskóla Íslands, íhugar 17. passíusálm. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin!

Kvenfélagsfundur

19.03.2019
Kvenfélag Hallgrímskirkju verður með handavinnufund miðvikudaginn 20. mars í Suðursal kirkjunnar kl. 17. Kaffi og veitingar með. Allir velkomnir.

Foreldramorgnar í kórkjallara

19.03.2019
Foreldramorgnar í kórkjallara kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krílin og krúttin. Umsjón hafa Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Árdegismessa

19.03.2019
Árdegismessa miðvikudaginn 20. mars kl. 8 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu. Kjörin leið til þess að byrja daginn snemma! Allir hjartanlega velkomnir.

Krílasálmar

18.03.2019
Krílasálmar á morgun og alla þriðjudaga kl. 11:30 og verða út maí. Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist, sálmar, þjóðlög og barnavísur eru notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna. Það er sungið fyrir þau og spilað á hin ýmsu hljóðfæri, þeim vaggað, dansað með...

Fyrirbænamessa

18.03.2019
Þriðjudaginn 19. mars kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

17.03.2019
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Messa og barnastarf sunnudaginn 17. mars kl. 11

14.03.2019
Messa og barnastarf 17. mars kl. 11 Annar sunnudagur í föstu Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Inga Rós Ingólfsdóttir leikur á selló. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir,...