Fréttir

Foreldramorgnar í kórkjallara - allir velkomnir, sérstaklega verkfallsbörn!

18.02.2020
Foreldramorgnar eru í kórkjallaranum alla miðvikudagsmorgna kl. 10 – 12. Kríli, krútt og foreldrar eru hjartanlega velkomin, sérstaklega börnin sem eru heima vegna verkfalls. Heitt á könnunni og með'ðí. Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri- og djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir, tónmenntakennari.

Er þá ekkert heilagt?

18.02.2020
Er þá ekkert heilagt? Hvað er heilagt eða er allt á floti og engin algildi til? Í hádeginu á miðvikudögum, 19. febrúar til 25. mars, verða samverustundir í Norðursal Hallgrímskirkju kl. 12- 12,45. Veitingar eru í boði kirkjunnar og fyrirlesarar tala um það sem þeim er mikilvægt. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson, prestar...

Árdegismessa

18.02.2020
Árdegismessa Miðvikudaginn 19. febrúar kl. 8 Sr. Sigurður Árni Þórðarson messar ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu. Kjörin leið til þess að byrja daginn snemma! Allir hjartanlega velkomnir.

Hvernig lestu Biblíuna?

17.02.2020
Guði er ekki í hættu vegna rannsókna og fræða. En hins vegar geta góð fræði ógnað fordómum okkar og ýmsum ímyndunum okkar um Guð og merkingu trúar. Trú kristins manns beinist að Guði en ekki bók eða bókasafni Biblíunnar. Á Biblíudegi var rætt um hvernig við getum lesið Biblíuna og hvernig við ættum ekki að lesa. Prédikun Sigurðar Árna Þórðarsonar...

Hádegisbæn

17.02.2020
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Biblíugleraugun og Biblíudagurinn

14.02.2020
Sunnudagurinn 14. febrúar er Biblíudagurinn. Messa og barnastarfið hefjast kl. 11. Í prédikun verður rætt um hvernig við lesum Biblíuna og hvernig við ættum ekki að lesa hana! Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjonar er hópur 2. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið og stjórnar hópi félaga úr Mótettukórnum. Rósa...

Opnað á Valentínusardegi

14.02.2020
Vegna illviðris var Hallgrímskirkja lokuð föstudaginn 14. febrúar til kl 11. Turninn verður þó lokaður fram eftir degi eða þar til starfsfólk kirkjunnar telur öruggt að fara út að úsýnisgluggum.

Kyrrðarstund

11.02.2020
Fimmtudaginn 13. febrúar kl. 12 er kyrrðarstund. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir hugleiðir og Björn Steinar Sólbergsson organsti leikur á orgelið í kyrrðarstundinni. Eftir kyrrðarstund verður seld súpa og brauð á vægu verði í Suðursal. Allir velkomnir.

Foreldramorgnar í kórkjallara

11.02.2020
Foreldramorgnar eru í kórkjallaranum alla miðvikudagsmorgna kl. 10 – 12. Kríli, krútt og foreldrar eru hjartanlega velkomin! Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri- og djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir, tónmenntakennari.