360 dagar í "Grasagarðinum". 
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson sýnir myndlistarverk unnin sérstaklega í tilefni 400 ára afmælis Hallgríms.
 
 
 
 
 

Fermingarfræðslan fer fram á þriðjudögum kl. 15 – 16 í vetur og þar verður fjallað um himinn og jörð, líf og lífsgæði, tilgang lífsins, sorg og dauða, trú, vináttu, Guð, gleði, fjölbreytileika, Jesú og vini hans, sjálfsmynd og sjálfstraust, bænina, og margt, margt fleira. Fermingarbörn taka virkan þátt í messum nokkrum sinnum yfir veturinn og svo verður líka haldið kirkjubíó og pizzupartí. Í lok fermingarfræðslunnar er farið í ferðalag í Vatnaskóg.

 

Fermt verður 6. apríl (annan í páskum) og 12. apríl 2015 kl. 11 báða dagana, og þar mega fermingarbörnin endilega láta ljós sitt skína og sjá um tónlistaratriði í athöfninni.

 

Umsjón með fermingarstarfinu hefur Inga Harðardóttir, guðfræðingur og æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju, en prestar kirkjunnar taka einnig þátt í fræðslunni.

 

Fastir liðir í starfi Hallgrímskirkju:

Messur og bænastundir vikunnar
Mánudagar kl. 12.15: Hádegisbæn.
Þriðjudagar kl. 10.30: Fyrirbænamessa í kórkjallara.
Miðvikudagar kl 08:00: Árdegismessa.
Fimmtudagar kl. 12.00: Kyrrðarstund.
 
Æskulýðsstarf Hallgrímskirkju
Mánudagar: 6-9 ára kl. 14.30-15.30. Örkin kl. 20.00-22.00.
Þriðjudagar: Fermingarfræðsla kl. 15.00 - 16.00.
Miðvikudagar: TTT kl. 14.30 - 15.30.
 
Starf fullorðinna í Hallgrímskirkju
Foreldramorgnar í kórkjallara miðvikudaga kl. 10.00 - 12.00.
Krílasálmar fimmtudaga kl. 13.00 - 14.00.
Starf eldri borgara þriðjudaga og föstudaga kl. 11.00 - 13.30.
 
Æfingar kóra í Hallgrímskirkju
Mótettukór Hallgrímskirkju - þriðjudaga kl. 19.30 - 22.00 og annan hvern laugardag.
Drengjakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju: Mánudaga og miðvikudaga kl. 17.00 - 18.45.
 
Messa og barnastarf alla sunnudaga kl. 11.00. Ensk messa síðasta sunnudag hvers mánaðar kl. 14.00.
 
 

Messa og barnastarf

 Sunnudaginn 23. nóvember 2014 er messa og barnastarf í Hallgrímskirkju kl. 11.00. Séra Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni og messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða almennan messusöng. Organisti er Hörður Áskelsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisopi á eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Kyrrðarstund í Hallgrímskirkju

 Fimmtudaginn 20. nóvember 2014 er kyrrðarstund í Hallgrímskirkju kl. 12.00 - 12.30. Orgelleikur, íhugun og bæn. Léttur hádegisverður á eftir stundinni í safnaðarsal kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Fjölskyldumessa í Hallgrímskirkju

 Sunnudaginn 16. nóvember 2014 kl. 11.00 er fjölskyldumessa í Hallgrímskirkju. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson og séra Birgir Ásgeirsson þjóna fyrir altari og með þeim Inga Harðardóttir guðfræðingur og æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju. Messuþjónar aðstoða. Drengjakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti er Hörður Áskelsson. Kaffisopi á eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Kyrrðarstund

 Fimmtudaginn 13. nóvember kl. 12.00 - 12.30 er kyrrðarstund í Hallgrímskirkju. Orgelleikur, íhugun og bæn. Léttur hádegisverður í safnaðarsal kirkjunnar á eftir. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Messa og barnastarf

 Messa og barnastarf sunnudaginn 9. nóvember 2014 í Hallgrímskirkju kl. 11.00. Kristniboðsdagurinn. Séra Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Fermingarbörn aðstoða. Barn borið til skírnar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða almennan messusöng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisopi á eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa nánar

Viðburðir

Opnunartími / opening hours
 
Hallgrímskirkja og turninn eru opin alla daga frá kl. 09.00 til 17.00.
 
Opening hours - the church and the tower: 9 am to 5 pm.
 
 
Aðgangseyrir í turn / Admission fee for the tower
Fullorðnir / adults
kr. 700
Börn / children 7-14
kr. 100
 
Viðtalstímar
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson
Þriðjudagar-föstudagar kl. 11-12.

Sr. Birgir Ásgeirsson
Þriðjudagar-föstudagar kl. 11-12

Staðsetning