Orgelin

Konsertorgel

Konsertorgelið við vesturgaflinn í Hallgrímskirkju er stærsta orgel á Íslandi og sækjast organistar víða um heim eftir að leika á orgelið og hljóðrita í kirkjunni. Það var vígt í desember 1992, smíðað af Johannes Klais orgelsmiðjunni í Bonn í Þýskalandi. Orgelið hefur 4 hljómborð og fótspil, 72 raddir og 5275 pípur. Orgelið er 15 metra hátt, vegur um 25 tonn og stærstu pípurnar eru um 10 metra háar. Kaup á orgelinu voru fjármögnuð að miklu leyti með gjöfum. Fólki var boðið að kaupa pípurnar og enn er hægt að kaupa gjafabréf í verslun kirkjunnar sem vottar að viðkomandi sé eigandi tiltekinnar pípu.

Klaisorgelið er notað við helgihald kirkjunnar auk þess sem það hefur hlotið almenna viðurkenningu sem frábært tónleikahljóðfæri. Tilkoma færanlega orgelborðsins hefur aukið notkunarmöguleika orgelsins verulega, bæði hvað varðar tónleika- og helgihald. Um leið er þetta langstærsta orgelið á Íslandi og er rómað meðal organista víða um heim fyrir gæði, fjölbreytt raddval og hversu vel það fellur að rými kirkjunnar.
Raddskrá/disposition

 

Frobenius-kórorgelið 1985

 

 

 

 

 



Frobenius-kórorgelið 2024

Kórorgel

Í norðurskipi kirkjunnar, innst við kórinn, er 10 radda kórorgel byggt af Th. Frobenius og Sønner Orgelbyggeri A/S í Lyngby í Danmörku og vígt í desember 1985. Það er tíu radda, mekanískt, með svelli á báðum spilaborðum. Það leysti af hólmi 14 radda tékkneskt Rieger-Kloss orgel sem upphaflega hafði verið sett upp í kapellu í kórkjallara árið 1956 og flutt í suðurálmu turnsins þegar kapellan var vígð þar árið 1974. Þegar kirkjan var síðan vígð í október 1986 var það flutt þangað sem það er núna og þannig hefur það þjónað kirkjunni síðan, þar af eitt fyrstu sex árin.
Raddskrá/disposition

Frobenius kórorgelið hefur verið í endurbyggingu en hér má finna grein um endurbyggingu Frobenius-kórorgelsins.

Á Hvítasunnudag 19. maí verður hátíð í Hallgrímskirkju þar sem Frobenius kórorgel kirkjunnar verður endurvígt í hátíðarmessu eftir gagngera endurbyggingu.
Kl. 17 sama dag verða VÍGSLUTÓNLEIKAR FROBENIUS-KÓRORGELSINS þar sem flutt verða verk fyrir tvö orgel og kór.
Flytjendur eru Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari, Matthías Harðarson orgelleikari, Kór Hallgrímskirkju og Steinar Logi Helgason kórstjóri og orgelleikari.

Tekið verður á móti frjálsum framlögum.
 
Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja styrkja uppbyggingu orgelsins geta einnig millifært og er reikningsnúmerið eftirfarandi: 0133-26-009422 Kt: 590169-1969 Mikilvægt er að skrifa "Orgelsjóður" í útskýringu.
 
Hallgrímskirkja - Þinn staður!
 
--ENGLISH--
 
The choir organ was built by Th. Frobenius og Sønner Orgelbyggeri A/S in Lyngby, Denmark and was inaugurated in December 1985. The Choir Organ was dismantled and transported to the organ builder in Denmark. By restoring and expanding the choir organ, the congregation and donors wants to commemorate the 350th anniversary of the passing of Hallgrímur Pétursson, after whom the church is named.
The choir organ will be reinaugurated on Whit Sunday, May 19th 2024 at 11hrs.
Same day there will be a concert at 17hrs. including music for two organs and choir.
 
Inauguration concert of the Frobenius choir organ
Two organs and choir
Whit Sunday May 19th at 17 hrs.
Björn Steinar Sólbergsson organ
Matthías Harðarson organ
The Choir of Hallgrímskirkja
Steinar Logi Helgason conductor
Donation accepted
 
If you are interested in supporting this project further you can do so at The Hallgrímskirkja Church Shop or transfer to: Bank account nr.: 0133-26-009422 Kt: 590169-1969 with the description "Orgelsjóður".