Messuþjónar

Messuþjónn – lifandi þátttaka!

Fjöldi fólks gefur af tíma sínum í Hallgrímskirkju. Messuþjónar eru sjálfboðaliðar sem taka þátt í öllum messum kirkjunnar, s.s. lesa Biblíutexta, útdeila í altarisgöngum. Þeir sem vilja taka virkan þátt í þessu starfi skrá sig í messuhóp og taka þátt í messum á nokkurra vikna fresti

Að vera í messuhóp er ætlað að efla fólk en ekki vera íþyngjandi. Fimm messuhópar eru starfandi við kirkjuna.

Sigrún Valgeirsdóttir hefur mikla reynslu af messuhópastarfi. Hún sagði: „Mér finnst stórkostlegt að taka lifandi þátt í starfinu, vera með hópi af góðu fólki sem vill leggja sig fram um að gera messuna góða og hátíðlega. Það er hópefli í þessu starfi, gefur mikið í þetta. Það er mikilvægt að þeir sem vilja vera virkir í kirkjunni hafi tækifæri til þess. Meðal þess sem við messuþjónar gerum er að taka hlýlega á móti fólki. Þegar fólk kemur í kirkju á það að finna að það sé velkomið.“

Ef þú vilt vita meira munu prestarnir skýra út hlutverkin og skrá nýja messuþjóna.