Fréttir

Sálmafoss og Barnafoss á Menningarnótt í Hallgrímskirkju

22.08.2023
Fréttir
  Sálmafoss og Barnafoss á Menningarnótt í Hallgrímskirkju fengu einstaklega frábærar viðtökur. Þúsundir manns komu í kirkjuna milli 14-18 til að fagna nýju sálmabókinni og sálminum í sinni fjölbreyttustu mynd af öllum kynslóðum. Um 200 manns komu fram á Sálmafossi og börnin bjuggu til Barnafoss úr efnisstrimlum sem þau...

Sálmafoss & Barnafoss á Menningarnótt í Hallgrímskirkju 2023

16.08.2023
Fréttir
SÁLMAFOSS Á MENNINGARNÓTTLaugardagur 19. ágúst kl. 14-18 Á Sálmafossi í Hallgrímskirkju á Menningarnótt verður opin kirkja og sálminum fagnað í sinni fjölbreyttustu mynd af öllum kynslóðum.„Fossinn“ flæðir í fjóra tíma milli kl. 14-18 og er áheyrendum velkomið að koma og fara að vild.Kirkjan fagnar útgáfu nýrrar sálmabókar með Sálmafossi í...

Frobenius kórorgelið endurbyggt

14.08.2023
Fréttir
Sóknarnefnd Hallgrímskirkju samþykkti á fundi sínum 18. október 2022 að taka tilboði orgelsmiðjunnar Th. Frobenius & Sönner í Danmörku um endurbyggingu og stækkun kórorgels kirkjunnar. Var skrifað undir samning í upphafi árs 2023. Dagana 7. - 11. ágúst sl. komu orgelsmiðir frá Frobenius til að taka orgelið niður og settu í gám sem fer í...

Gleðiganga hinsegin daga

10.08.2023
Fréttir

Kórheimsókn í messu 6. ágúst

03.08.2023
Fréttir
Con Moto er blandaður kór frá Ulsteinvik, litlum bæ á eyju við vesturströnd Noregs. Kórinn var stofnaður fyrir 45 árum og í tilefni af tímamótum var ákveðið að sækja Ísland heim og að heimsækja Hallgrímskirkju. Þau syngja við messu sunnudaginn 6. ágúst. Stjórnandi kórsins er Svein Norleif Eiksund

Ferðafólkið er hjálparhella kirkjunnar!

17.07.2023
Fréttir
Hallgrímskirkja tekur þátt í því verkefni stjórnvalda og ferðaþjónustunnar sem nefnist Góðir gestgjafar. Kirkjan er opið hús þar sem reynt er að taka vel á móti öllum. Hún er eins alþjóðlegt torg þar sem öll tungumál eru töluð. Oftast er krökkt af fólki í kirkjunni og móttakan reynir verulega á starfsfólk og þrengir stundum að kjarnastarfseminni...

Sumarheimsóknir í Hallgrímskirkju

29.06.2023
Fréttir
Hallgrímskirkja er mjög fjölsótt af ferðamönnum allt árið um kring og sérstaklega á sumarmánuðunum en hún er líka fjölsótt af Íslendingum. Verkefnastjórinn Kristný Rós Gústafsdóttir sendi boð á leik- og grunnskóla og frístundarheimili og bauð þeim að koma í sumarheimsókn í kirkjuna, fá leiðsögn um kirkjuna og fara að endingu í turninn.

Sr. Eiríkur valinn prestur við Hallgrímskirkju

28.06.2023
Fréttir
Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur í Háteigsprestakalli, hefur verið valinn í embætti prests við Hallgrímskirkju við hlið sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur sóknarprests. Hann er Hallgrímssöfnuði að góðu kunnur þar sem hann þjónaði við kirkjuna veturinn 2021-2022 á meðan á námsleyfi Irmu Sjafnar stóð.  Sr. Eiríkur vígðist til Skinnastaðarprestakalls...

Framkvæmdastjóra þakkað

28.06.2023
Fréttir
Sigríður Hjálmarsdóttir hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Hallgrímskirju frá og með 1. ágúst næstkomandi. Sigríður hefur gegnt starfinu í fimm ár og leitt kirkjuna í gegnum erfiðleika- og breytingatímabil. Á tímum heimsfaraldurs minnkuðu tekjur Hallgrímskirkju um 90% en kirkjan hefur fengið sérstakt hrós frá endurskoðendum fyrir...