Ástin er eitt mikilvægasta fyrirbæri mannlífsins. Hún er miðlægt viðfang í listum, bókmenntum og tónlist. Ástin hefur margar hliðar, fólk laðast hvort að öðru jafnt líkamlega sem andlega og tengist sterkum böndum.
Kærleikur og ást er kjarnastef í kristinni boðun. Lengi stóð kirkjan við hlið yfirvalda sem eins konar siðapostuli, þar sem þröngar skilgreiningar á réttu og röngu voru prédikaðar.
Nú má segja að þessi tími sé liðinn en hvað tekur þá við?
Ástarrannsóknir er tiltölulega nýtt svið í fræðilegu samhengi. Hvað er þar efst á baugi? Hvernig nálgast fræðimenn þetta svið? Hvernig tengist það menningarstraumum og tíðaranda?
Nú hefur Hallgrímskirkja efnt til samtals við Hið Íslenska ástarannsóknarfélag og verða haldnar fjórar samverur þar sem félagsmenn munu kynna rannsóknir sínar og skrif um málefni ástarinnar.
Stundirnar verða á miðvikudögum og hefjast kl.12.10.
Í boði verða léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis.
Texti EJ. Mynd SÁÞ