Samtal við prest

Viltu tala við prestinn?

Hjá prestum kirkjunnar er hægt að sækja sálgæslu fólki að kostnaðarlausu. Prestar starfa samkvæmt faglegum sjónarmiðum og siðareglum presta en eru ekki meðferðaraðilar. Viðtöl við presta geta tengst sorgarferli eða áföllum, hjónaerfiðleikum, trúarglímu eða tilvistarspurningum. Þegar þörf þykir getur prestur gert tillögu um úrvinnslu mála eða meðferð. Hægt er að panta viðtöl í gegnum síma eða með því að senda póst á irma@hallgrimskirkja.is  eða  eirikur@hallgrimskirkja.is 

Irma Sjöfn

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir var ráðin sem sóknarprestur Hallgrímskirkju þann 1. apríl 2023. Hún vígðist árið 1988 og starfaði í Seljakirkju frá 1988 til ársins 2001. Irma lauk mastersprófi í fjölmiðlasiðfræði við Edinborgarháskóla 1993.
Hún starfaði sem verkefnastjóri á Biskupsstofu frá 2001 og sinnti afleysingum í Garðaprestakalli á Akranesi, sem héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og sem prestur í Hallgrímssókn á árunum 2007-2014.

Hafa samband við Irmu Sjöfn: 7718200 eða irma@hallgrimskirkja.is

Eiríkur Jóhannsson

Sr. Eiríkur Jóhannsson er prestur í Hallgrímskirkju.
Hafa samband við Eirík : 8640802 eða eirikur@hallgrimskirkja.is