Í Hallgrímskirkju eru messur alla sunnudaga kl. 11. Prestar kirkjunnar skiptast á að prédika og þjóna fyrir altari.
Björn Steinar Sólbergsson er organisti Hallgrímskirkju og Steinar Logi Helgason kórstjóri Kórs Hallgrímskirkju.
Kór Hallgrímskirkju syngur við helgihald en einnig fáum við gestakóra til að syngja í messum nokkrum sinnum á ári.
Yfir vetrartímann er Sunnudagaskóli samhliða guðsþjónustum alla sunnudaga klukkan 11.
Ragnheiður Bjarnadóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir og Alvilda Eyvör Elmarsdóttir hafa umsjón með Sunnudagaskóla Hallgrímskirkju.
Fastir liðir í starfsemi Hallgrímskirkju:
Kirkjan er aðeins opin fyrir gesti helgihalds og annarra viðburða eftir því sem við á.
Sunnudagar: 11:00 - 12:15. Messa og barnastarf - Turn er lokaður frá 10:30 - 12:15
Síðasta sunnudag hvers mánaðar: Messa á ensku: 14:00 - 15:00. Turn er opinn
Mánudagar: 12:00 - 12:15. Bænastund í kapellu
Miðvikudagar: 10:00 - 10:45. Morgunmessa. Turn er opinn
Fimmtudagar: 12:00 - 12:30. Kyrrðarstund með orgeltónlist.September til maí. Turn er opinn
Síðasta fimmtudag í mánuði: 20:00 - 22:00 Kvöldkirkja frá september til apríl. Turn er lokaður
Fyrsta laugardag í mánuði: 12:00, Hádegistónleikar frá október - júní. Miðar á tónleika eru seldir í kirkjubúðinni og á www.tix.is. Turn er lokaður