Gjaldskrá Hallgrímskirkju

Gjaldskrá Hallgrímskirkju 2025

Athafnir í Hallgrímskirkju
Allar athafnir í Hallgrímskirkju fara fram samkvæmt handbók íslensku þjóðkirkjunnar.Athafnir annarra kristilegra trúfélaga eru háðar leifi presta kirkjunnar. Athafnir annarra en kristilegra trúfélaga er ekki hægt að halda í kirkjunni.
Athafnir eru aðeins bókaðar innan opnunartíma kirkjunnar.
Ekki er hægt að bóka kirkjuna fyrir athafnir fyrr fyrir liggur hvaða prestur þjónar í athöfninni.
Staðfesta þarf allar bókanir og frátektir vegna giftinga, skírna, ferminga og viðburða með að minnsta kosti þriggja vikna fyrirvara. Annars verður bókunin afbókuð.
Þjónusta presta og organista kirkjunnar er ekki innifalin í leiguverði kirkjunnar fyrir athafnir.
Einungis er tekið við bókunum virka daga milli kl.10 - 17.
Aðgangur að hljóðfærum kirkjunnar er einungis veittur með leyfi organista.
 
Kirkjuverðir bóka og veita nánari upplýsingar vegna athafna í kirkjunni: kirkjuverdir@hallgrimskirkja.is
Vinsamlegast hafið samband beint við presta og organista kirkjunnar vegna þjónustu þeirra við athafnir.
 
Giftingar
Fyrir pör innan þjóðkirkjunnar kr. 30.000 og kirkjuskipinu er lokað (turn opinn). Hámarks lokunartími er 45 min.
Fyrir pör innan þjóðkirkjunnar og allri kirkjunni er lokað (þ.m.t. turni) kr. 50.000. Hámarks lokunartími er 90 min. (einungis fyrir fjölmennar athafnir / 40 manns eða fleiri).
 
Fyrir pör utan þjóðkirkunnar kr.75.000 og kirkjuskipinu er lokað (turn opinn). Hámarks lokunartími er 45 min.
Fyrir pör utan þjóðkirkjunnar og allri kirkjunni er lokað (þ.m.t. turni) kr. 200.000. Hámarks lokunartími er 90 min. (einungis fyrir fjölmennar athafnir / 40 manns eða fleiri).
 
Giftingar erlendra para er hægt að halda á mánudögum og föstudögum eftir kl.13:00. Fjölmennar giftingarathafnir (30 - 40 manns eða fleiri) er hægt að halda á laugardögum.
 
Skírn
Skírn er ókeypis í kirkjunni og er kirkjuskipinu lokað. Hámarks lokunartími kirkjuskipsins er 45 min.
 
Ferming
Skírn er ókeypis í kirkjunni og er kirkjuskipinu lokað. Hámarks lokunartími kirkjuskipsins er 45 min.
 
Útför
Útfarir er aðeins hægt að bóka af útfararstofum eða að beiðni presta. Greitt er fyrir störf kirkjuvarða kr. 50.000.
 
Kirkjunni er lokað 90 mín. áður en athöfn hefst. Hægt er að loka hluta kirkjunnar fyrr vegna æfinga ef þarf.
Tónlistaratriði annarra en organista utan opnunartíma er miðað við hámark 2 klst. og greiða þarf fyrir þjónustu kirkjuvarða kr. 30.000 (auk VSK).
 
Salur
Hægt er að bóka safnaðarsal kirkjunnar fyrir smærri mannfögnuði (hámark 80 manns í sæti og hámark 100 manns standandi). Ekki er hægt að bóka salinn fyrir erfidrykkjur.
 
Fyrir leigu á kirkjunni fyrir aðra viðburði vinsamlegast hafið samband við kirkjuhaldara: gretar@hallgrimskirkja.is

 

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!