Konsertorgelið við vesturgaflinn í Hallgrímskirkju er stærsta orgel á Íslandi og sækjast organistar víða um heim eftir að leika á orgelið og hljóðrita í kirkjunni. Það var vígt í desember 1992, smíðað af Johannes Klais orgelsmiðjunni í Bonn í Þýskalandi. Orgelið hefur 4 hljómborð og fótspil, 72 raddir og 5275 pípur. Orgelið er 15 metra hátt, vegur um 25 tonn og stærstu pípurnar eru um 10 metra háar. Kaup á orgelinu voru fjármögnuð að miklu leyti með gjöfum. Fólki var boðið að kaupa pípurnar og enn er hægt að kaupa gjafabréf í verslun kirkjunnar sem vottar að viðkomandi sé eigandi tiltekinnar pípu.
Klaisorgelið er notað við helgihald kirkjunnar auk þess sem það hefur hlotið almenna viðurkenningu sem frábært tónleikahljóðfæri. Tilkoma færanlega orgelborðsins hefur aukið notkunarmöguleika orgelsins verulega, bæði hvað varðar tónleika- og helgihald. Um leið er þetta langstærsta orgelið á Íslandi og er rómað meðal organista víða um heim fyrir gæði, fjölbreytt raddval og hversu vel það fellur að rými kirkjunnar.
Raddskrá/disposition
Kórorgel byggt af Th. Frobenius og Sønner Orgelbyggeri A/S í Lyngby í Danmörku og vígt í desember 1985.
Kórorgelið var endurbyggt og stækkað í 20 raddir og vígt á hvítasunnudag 19. maí 2024.
Með endurgerð og stækkun kórorgelsins vilja söfnuðurinn og gefendur heiðra minningu Hallgríms Péturssonar á 350 ára dánarártíð hans 2024.
The choir organ built by Th. Frobenius og Sønner Orgelbyggeri A/S in Lyngby, Denmark and was inaugurated in December 1985.
The choir organ was reconstructed and enlarged to 20 stops. It was inaugurated og Whitsun May 19th 2024.
By restoring and expanding the choir organ, the congregation and donors wants to commemorate the 350th anniversary of the passing of Hallgrímur Pétursson, after whom the church is named.