Pistlar og predíkanir

Guðsvirðing, mannvirðing og elskan

12.03.2023
Prédikanir og pistlar, Prestar
Til að villidýrin í mann-og dýraheimum valdi sem minnstum skaða. Til að fólk fái lifað hinu góða lífi. Elska og virða. Hugleiðing Sigurðar Árna Þórðarsonar í messu 12. mars 2023.

Sigurbjörn Einarsson og Guð

01.03.2023
Prédikanir og pistlar, Fræðsla Hallgrímskirkju
Leiftra þú, sól, þér heilsar hvítasunna, heilaga lindin alls sem birtu færir, hann sem hvern geisla alheims á og nærir, eilífur faðir ljóssins, skín á þig, andar nú sinni elsku yfir þig.

Ég trúi ekki heldur á þann Guð!

26.02.2023
Prédikanir og pistlar
Guð kristninnar ýtir ekki af stað snjóflóðum eða lætur börn deyja og fólk missa ástvini. Ég vil ekki trúa á hann. Ég trúi ekki að slíkur Guð sé til. Slíkur Guð væri fáránlegur. Sá Guð sem ég þekki er bæði mennskur og guðlegur og hefur reynslu af lífi og þjáningu heimsins. Guð sem Jesús Kristur tengir okkur við er ekki hátt upp hafið vald sem bara skiptir sér af í stuði eða reiðikasti. Prédikun Sigurðar Árna Þórðarsonar.

Flóttakonan Rut formóðir lífsins

02.02.2023
Prédikanir og pistlar
Íhugun Sigurðar Árna Þórðarsonar á kyrrðarstund í Hallgrímskirkju.

Aular?

28.08.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Fyrir utan Hallgrímskirkju eru skúlptúrar Steinunnar Þórarinsdóttur á sumarsýningu Listahátíðar. Það eru ekki eftirmyndir eða afsteypur einstaklinga og stórmenna heldur fremur táknmyndir. Annars vegar eru menni án klæða, eins og táknverur mennskunnar sem býr í öllum áður en menning eða ómenning mótar, íklæðir eða afskræmir. Hins vegar brynjuð...

Lífsleikni og hvísl Guðs

19.06.2022
Prédikanir og pistlar
Prédikun SÁÞ í Hallgrímskirkju 19. júní 2022.

Eftirlýstur

09.05.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Við höfum tilhneigingu til að hengja þungar byrðar lífsins í þunna þræði. Það sem við höldum að geri okkur hamingjusöm slítur oft böndin. Þá verða áföll sem oft valda innanmeinum. Við þurfum að læra listina að greina hvað er raunverulega til hamingju, friðar, gleði og farsældar og hengja þau gæði ekki á þunna þræði. Hver er þrá þín? Hvernig væri að skoða mál lífsins með nýjum hætti? Við getum og megum gjarnan snúa öllu við og hugsa út frá betri forsendum og róttækari sjónarhóli. Jesús Kristur er ekki eftirlýstur heldur lýsir eftir okkur og að við sjáum hans ljós og lifum í því ljósi. Við erum eftirlýst. Guð vill vera okkar vinur og tengjast okkur ástarböndum. Það eru hin þykku bönd sem hvorki fangelsa né bresta á álagstímum. Prédikun Sigurðar Árna á þriðja sd. eftir páska.

Rósir og páskar

17.04.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Við getum orðið föst í kyrruviku lífsins, misst sjónar á hve dramatískt lífið er, farið á mis við að skoða möguleika í lífi okkar og lífshætti. Við getum tamið okkur lokaða heimssýn í stað opinnar. Við getum orðið föst í einhverri sprungu föstudagsins langa eða lokast á laugardegi og aldrei upplifað páska. Páskarnir eru opnun, að horfa upp, komast upp úr byrginu, að sjá að bjargið sem hefur verið okkur farartálmi eða fyrirstaða er farið og hefur verið velt frá. Okkur getur jafnvel lánast að sjá engil sitjandi á grjótinu. Boðskapur hans er: Jesús er ekki hér, hann er farinn, hann er farinn á undan ykkur, farin heim!

Frá toppi til táar

15.04.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Verk Jesú var guðsríkisgjörningur. Dagurinn var og er ekki laugardagur, þvottadagur líkamans. Skírdagur er dagur til að hreinsa lífið, skíra andann, sýna eðli trúarlífsins og til hvers Guðsríkið er.