Hallgrímur Pétursson, þekktasta trúarskáld Íslendinga, fæddist í Gröf á Höfðaströnd árið 1614. Hann fluttist sem barn með föður sínum að biskupssetrinu Hólum í Hjaltadal og hlaut nokkra menntun þar. Hann hóf síðan járnsmíðanám í Kaupmannahöfn en hvarf frá því og var nemendi í Frúarskóla – 1637.
Þegar hópur Íslendinga, sem sjóræningjar frá Alsír höfðu tekið á Íslandi og hneppt í ánauð, var keyptur laus og kom við í Kaupmannahöfn á heimleið, var Hallgrímur fenginn til að rifja upp kristin fræði með fólkinu eftir að það hafði dvalið um árabil meðal múslima. Í hópnum var Guðríður Símonardóttir og felldu þau hugi saman.
Hallgrímur og Guðríður sneru heim til Íslands og fékk Hallgrímur prestsembætti í Hvalsnesi og síðar að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann lést árið 1674.
Þekktastur er séra Hallgrímur fyrir Passíusálma sína, fimmtíu að tölu, sem eru íhugun á píslarsögu Jesú Krists. Bænavers úr þeim hafa fylgt íslensku þjóðinni frá vöggu til grafar um aldir og eru lesnir á hverri föstu í íslenska ríkisútvarpið.
Passíusálmarnir hafa verið þýddir á fjölmörg tungumál svo sem dönsku, norsku, ensku, þýsku, hollensku, ungversku og ítölsku og hluti þeirra á kínversku.
Nánar um Hallgrím á Wikipedia.