Kór Hallgrímskirkju

Kór Hallgrímskirkju var stofnaður haustið 2021 og telur nú tæplega 60 manns. Kórinn hefur frá stofnun tekið þátt í helgihaldi í Hallgrímskirkju ásamt því að sinna tónleikahaldi og upptökum. Hann leggur mikið upp úr flutningi á íslenskri kórtónlist og stuðlar að nýsköpun með frumflutningi nýrra tónverka. Á síðustu tónleikum sínum, sem haldnir voru á pálmasunnudag, flutti hann til dæmis ný verk eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur og Finn Karlsson, auk eldri meistaraverka á borð við föstumótettur Francis Poulenc.

Kórinn hefur átt í gjöfulu samstarfi við Barokkbandið Brák og staðið með því fyrir flutningi á verkum eftir Bach, Telemann, Haydn og Mozart. Kór Hallgrímskirkju kom í fyrsta sinn fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í október síðastliðnum á tónleikum sem helgaðir voru verkum Önnu Þorvaldsdóttur og hlutu mikið lof. Steinar Logi Helgason er stjórnandi kórsins.
 

Á döfinni hjá Kór Hallgrímskirkju:

SYNGJUM JÓLIN INN! / Lessons and carols
Kórsöngur, almennur söngur & lestrar

Sunnudagur 22. desember kl. 17 / Sunday December 22nd at 17 hrs
Kór Hallgrímskirkju
Steinar Logi Helgason stjórnandi 
Kór Langholtskirkju
Magnús Ragnarsson stjórnandi
Graduale Nobili
Agnes Jórunn Andrésdóttir stjórnandi
Björn Steinar Sólbergsson orgel
Ókeypis aðgangur!

Instagram: https://www.instagram.com/kor_hallgrimskirkju
Facebook: https://www.facebook.com/kor.hallgrimskirkju/
YouTube: https://www.youtube.com/@korhallgrimskirkju1167

 
--ENGLISH--
 
The Choir of Hallgrímskirkja was founded in the autumn of 2021. The choir consists of over 50 singers that sing both in services and concerts in Hallgrímskirkja. The choir has a wide range of repertoire and has put emphasis on promoting new Icelandic choir music. The Choir of Hallgrímskirkja premiered 5 new pieces by Icelandic composers last year that were commissioned by the choir. The choir has performed with The Icelandic Symphony Orchestra in Hallgrímskirkja and has a fruitful collaboration with Brák Baroque Ensemble. Their last collaboration project was on the First Sunday of Advent and was dedicated to the music of Händel and Telemann on original instruments.
 
Upcoming performances:
 

SYNGJUM JÓLIN INN! / Lessons and carols
Sunday December 22nd at 17 hrs

The Choir of Hallgrímskirkja
Steinar Logi Helgason conductor
The Choir of Langholtskirkja
Magnús Ragnarsson conductor
Graduale Nobili / Female Choir
Agnes Jórunn Andrésdóttir conductor
Björn Steinar Sólbergsson organ
Free entry!

Instagram: https://www.instagram.com/kor_hallgrimskirkju
Facebook: https://www.facebook.com/kor.hallgrimskirkju/
YouTube: https://www.youtube.com/@korhallgrimskirkju1167