Estas Tonne er nútímatrúbador sem ferðast hefur víðsvegar um heiminn með gítar sinn í rúma tvo áratugi og flutt tónlist ýmist einn síns liðs eða í slagtogi við aðra. Heimsborgarinn Estas sækir innblástur í menningarauð og fjölbreytileika heimsins. Tónlist hans endurspeglar ýmis konar áhrif og sögur. Uppbyggingu úr klassískri tónlist, flamenco-tækni, sígaunarætur, latnesk einkenni og hljóðheima úr raftónlist. Ólíkar tónlistartegundir sem flæða í samstillta heild, brjótast fram á ólíkan máta í hvert sinn, en ávallt með stefjum og formi sem er algjörlega sérstakt.
Tónlistarflutningur Estas er einstakt ferðalag í gegnum hljóðheima með tilfinningaþrunginni túlkun og djúpstæðri tengingu. Hver hljóðupplifun miðar að því að skapa helgirými þar sem hljóð og þögn mætast í athöfn þar sem þátttakendum er boðið að kynnast tónlist sem leið að innri breytingu. Estas leikur á tónleikum, hátíðum, ráðstefnum og samankomum en leggur einnig lið þýðingarmiklum verkefnum á borð við kvikmyndir, leiksýningar, dansverk, myndlist og fleira.
Söngur gulldrekans (The Song of the Golden Dragon), lag með meira en hundrað milljónir áhorfa bara á YouTube, er einkennandi fyrir tónsmíðar og flutning Estas Tonne og lagði grunn að þróun tónlistar hans í átt að þeirri sérstöðu og dýpt sem við skynjum í henni í dag.
Tónleikarnir eru á vegum Estas Tonne og Inese Mihasjonoka verkefnastjóra