Estas Tonne í Reykjavík

Elemental Sounds of the Universe
Estas Tonne í Reykjavík þann 13. október kl. 19.00
 
Við sækjumst öll eftir því að lifa í jafnvægi og rekjum atburði sem raska því til ytri aðstæðna. En ef við prófum okkur áfram með andstæður raunveruleikans komumst við fljótt að því að innra jafnvægi sé eina leiðin til að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Mannveran minnir þannig oft á þann sem gengur eftir jafnvægislínu og heldur hinu innra og ytra í jafnvægi með því að sameina báða þætti sem stuðla að stöðugleika. Á hinu alþjóðlega tónleikaferðalagi Estas Tonne, Equilibrium Tour 2024, erum við minnt á að enduruppgötva þá innri slökun sem gerir okkur kleift að beina jafnvægi innra með okkur út á við.

Estas Tonne er nútímatrúbador sem ferðast hefur víðsvegar um heiminn með gítar sinn í rúma tvo áratugi og flutt tónlist ýmist einn síns liðs eða í slagtogi við aðra. Heimsborgarinn Estas sækir innblástur í menningarauð og fjölbreytileika heimsins. Tónlist hans endurspeglar ýmis konar áhrif og sögur. Uppbyggingu úr klassískri tónlist, flamenco-tækni, sígaunarætur, latnesk einkenni og hljóðheima úr raftónlist. Ólíkar tónlistartegundir sem flæða í samstillta heild, brjótast fram á ólíkan máta í hvert sinn, en ávallt með stefjum og formi sem er algjörlega sérstakt.

Tónlistarflutningur Estas er einstakt ferðalag í gegnum hljóðheima með tilfinningaþrunginni túlkun og djúpstæðri tengingu. Hver hljóðupplifun miðar að því að skapa helgirými þar sem hljóð og þögn mætast í athöfn þar sem þátttakendum er boðið að kynnast tónlist sem leið að innri breytingu. Estas leikur á tónleikum, hátíðum, ráðstefnum og samankomum en leggur einnig lið þýðingarmiklum verkefnum á borð við kvikmyndir, leiksýningar, dansverk, myndlist og fleira.

Söngur gulldrekans (The Song of the Golden Dragon), lag með meira en hundrað milljónir áhorfa bara á YouTube, er einkennandi fyrir tónsmíðar og flutning Estas Tonne og lagði grunn að þróun tónlistar hans í átt að þeirri sérstöðu og dýpt sem við skynjum í henni í dag.

 
 
video:

 

 

Tónleikarnir eru á vegum Estas Tonne og Inese Mihasjonoka verkefnastjóra