HVER GETUR ORÐIÐ BARN GUÐS?
Kristniboðsdagurinn
Messa Sunnudaginn 10. nóvember kl. 11.00
Guðlaugur Gunnarsson prédikar. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari.
Messuþjónar aðstoða
Organisti er Steinar Logi Helgason
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja
SUNNUDAGASKÓLI – Við erum öll stór fjölskylda / Gullna reglan
Umsjón: Rósa Hrönn Árnadóttir, Kristbjörg Katla Hinriksdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir
Textar:
Lexía: Jes 12.2-6
Sjá, Guð er mitt hjálpræði, ég er öruggur og óttast eigi, því að Drottinn Guð er minn styrkur
og minn lofsöngur, hann er orðinn mér hjálpræði. Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr
lindum hjálpræðisins. Og á þeim degi munuð þér segja: Lofið Drottin, ákallið nafn hans.
Gjörið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna, hafið í minnum, að háleitt er nafn hans.
Lofsyngið Drottni, því að dásemdarverk hefir hann gjört. Þetta skal kunnugt verða um alla
jörðina. Lát óma gleðihljóm og kveða við fagnaðaró p, þú sem býr á Síon, því að mikill er
Hinn heilagi í Ísrael meðal þín.
Pistill: Róm 10.8-17
Hvað segir það svo? Nálægt þér er orðið, í munni þínum og í hjarta þínu. Það er: Orð
trúarinnar, sem vér prédikum. Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta
þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til
réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis. Ritningin segir: Hver sem trúir á hann, mun
ekki til skammar verða. “Ekki er munur á Gyðingi og grískum manni, því að hinn sami er
Drottinn allra, fullríkur fyrir alla þá sem ákalla hann;” því að hver sem ákallar nafn Drottins,
mun hólpinn verða. En hvernig eiga þeir að ákalla þann, sem þeir trúa ekki á? Og hvernig
eiga þeir að trúa á þann, sem þeir hafa ekki heyrt um? Og hvernig eiga þeir að heyra, án þess
að einhver prédiki? Og hver getur prédikað, nema hann sé sendur? Svo er og ritað: Hversu
fagurt er fótatak þeirra, sem færa fagnaðarboðin góðu. En þeir hlýddu ekki allir
fagnaðarerindinu. Jesaja segir: Drottinn, hver trúði því, sem vér boðuðum?
Guðspjall: Matt 9.35-38:
Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti
fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi. En er Jesús sá
mannfjöldann kenndi hann í brjósti um hann því menn voru hrjáðir og umkomulausir eins og
sauðir er engan hirði hafa. Þá sagði hann við lærisveina sína: „Uppskeran er mikil en
verkamenn fáir. Biðjið því Drottin uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.“
Hallgrímskirkja – Þinn staður!