Henrik Skærbæk Jespersen, organisti við Dómkirkjuna í Haderslev í Danmörku flytur verk eftir Gigout, Fauré, Elgar, Præstholm og Franck.
Hægt er að nálgast miða við innganginn og á https://tix.is/is/event/13606/
Miðaverð 3000 kr.
Henrik Skærbæk Jespersen er útskrifaður frá Vestjysk Musikkonservatorium (Vesturjóska Kirkjutónlistarháskólanum í Danmörku) og tók við starfinu sem organisti dómkirkjunnar í Haderslev árið 2011, þá 31 árs að aldri. Hann hefur einnig stundað frekara nám undir handleiðslu Hans Fagius og sótt meistaranám hjá fremstu organistum Evrópu. Hann hefur leikið á orgeltónleikum víða um Evrópu: Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Englandi og Skotlandi.
Árið 2020 hlaut Henrik heiðursverðlaun frá Foundation of Frobenius (orgelsmiður) upp á 250.000 DKR (rúmlega 4.6 millj ISK) fyrir starf sitt kirkjutónlist.