Orgelsumar í Hallgrímskirkju - Kadri Ploompuu, orgel Tallin Toom Estonia

Orgelsumar í Hallgrímskirkju

Sunnudagur 21. júlí kl. 17.00-18.00
Kadri Ploompuu, orgel Tallin Toom Estonia
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 3.700 kr

Kadri Ploompuu útskrifaðist frá Georg Ots tónlistarskólanum í Tallinn árið 1979 sem píanóleikari og organisti og árið 1985 frá Tallinn State Conservatoire þar sem hún stundaði nám
í píanó- og orgelleik hjá prófessorunum Lilian Semper og Hugo Lepnurm.

Hún hefur starfað sem konsertmeistari og orgelkennari við Georg Ots tónlistarháskólann í Tallinn, síðar sem orgelkennari við EELC Kirkjutónlistarskólann og verið bæði orgel kennari og yfirmaður kirkjutónlistardeildar EELC guðfræðistofnunar. Hún hefur einnig verið stjórnarmaður í EELC kirkjutónlistarfélaginu síðan 2010.

Kadri hefur starfað sem organisti við dómkirkjuna í Tallinn síðan 1990. Auk þess hóf hún störf sem tónlistarstjóri kirkjunnar árið 2013. Hið lifandi tónlistarlíf Dómkirkjunnar er því hennar að skipuleggja, þar á meðal vikulega laugardags orgeltónleika – tónleikaröð sem staðið hefur yfir í meira en 30 ár og hefur hún marg oft komið fram þar.

Kadri hefur komið fram bæði sem einleikari og með kammerhljómsveitum í kirkjum víðsvegar um Eistland og í ýmsum Evrópulöndum (Þýskalandi, Bretlandi, Danmörku, Sviss, Svíþjóð, Lettlandi, Rússlandi og Finnlandi). Hún hefur tekið þátt í orgelhátíðunum í Tallinn og Pärnu og í orgelviku í Visby.

Árið 2004 gaf Kadri út sinn fyrsta geisladisk sem einleikar og var hann hljóðritaður á orgel Dómkirkjunnar í Tallinn. Árið 2013 lék hún inn á geisladiskinn „Strings of the Soul“ með tríóinu
„Armonia“ (auk Oksana Sinkova, flauta, og Alina Sakalouskaya, mandólín) og árið 2014 kom út geisladiskurinn „Tallinn Cathedral organ. 100 Years of Ladegast-Sauer organ“ (auk organistans Piret Aidulo). Árið 2017 gaf hún út sína fjórðu plötu ásamt fiðluleikaranum Urmas Vulp sem inniheldur tónlist eftir Max Reger.