Sorgin í lífi Hallgríms / Fræðsluerindi

Sorgin í lífi Hallgríms
 
Síðasta fræðsluerindi á Minningarári Hallgríms Péturssonar – 350, Sorgin í lífi Hallgríms, er í umsjá presta Hallgrímskirkju Sr. Eiríks Jóhannssonar og Irmu Sjafnar Óskarsóttur.
 
Eiríkur varpar ljósi á hvernig sorgin sótti Hallgrím heim og þá við móðurmissi og síðar á ævinni þegar við barnsmissi. Irma fjallar um sálminn Um dauðans óvissa tíma og hvernig hann hefur haft áhrif á yngri ljóðskáld. Einnig er fjallað um sálmana tvo sem hann orti í kjölfar andláts dóttur sinnar.
 
HALLGRÍMSKIRKJA – STAÐUR LJÓÐA OG LISTA!