VINIR MÍNIR, Guðríður og Hallgrímur / Fræðsluerindi – Steinunn B. Jóhannesdóttir

VINIR MÍNIR, Guðríður og Hallgrímur
Um nánd við löngu liðnar persónur sem verður til af áratuga könnun á heimildum um líf þeirra og störf.
Fræðsluerindi – Steinunn B. Jóhannesdóttir rithöfundur

Ég hef skrifað um þau leikritið Heimur Guðríðar. Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur, sem ferðast var með milli kirkna í hálft sjötta ár, hér heima og erlendis (1995-2000). Síðan tvær stórar skáldsögur, þar sem Guðríður er í aðalhlutverki í þeirri fyrri. Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Skáldsaga byggð á heimildum. Kom út hjá Máli og menningu 2001 og hefur oft verið endurprentuð. Síðari stóra bókin er Heimanfylgja. Skáldsaga um uppvöxt Hallgríms Péturssonar byggð á heimildum um ættfólk hans og samtíð. Kom út hjá JPV útgáfu, Forlaginu 2010. Loks kom út barnabókin, Jólin hans Hallgríms, einnig hjá JPV, Forlaginu 2014. Að auki hef ég haldið óteljandi fyrirlestra um þau og skrifað nokkrar greinar sem birst hafa í tímaritum og safnritum.
-----------------
Reisubók Guðríðar Símonardóttur hefur verið þýdd á nokkur erlend tungumál. Hún hefur komið út í þrem útgáfum í Þýskalandi hjá forlaginu Rowohlt undir tveim titlum. Fyrst Rowohlt Wunderlich: Das Sechste Siegel. Roman 2004. Þá hjá Rowohlt Taschenbuch Verlag: Die Isländerin. Historischer Roman. 2006. Loks hjá Rowohlt Repertoire 2017. Die Isländerin. Historischer Roman. Þýðandi á þýsku er Helmut Lugmayr.
Bókin kom út í Noregi 2006 hjá Engelstad forlag. Bortföringen. Hún var endurútgefin í kilju 2013. Þýðandi Birgit Nyborg.
Bókin kom út í tveim hlutum í franskri þýðingu, L´esclave islandaise, vor og haust 2017 hjá Gaïa Éditions. Þýðandi Éric Boury.
 
Hallgrímskirkja – Þinn staður!