Fréttir af safnaðarstarfi: Desember 2021

Opunartími - opening hours

30.12.2021
Fréttir
Frá og með 2. janúar, 2022, gildir venjulegur opnunartími - þ.e. kl. 10-17. Allt helgihald og tónleikar falla niður um óákveðinn tíma vegna sóttvarnaaðgerða. Information: www.hallgrimskirkja.is The church is open 10-17. All Services and Concerts have been canceled due to COVID-19.

Við áramót

28.12.2021
Fréttir
Við, starfsfólk Hallgrímskirkju, þökkum samstarfið á litríku og fjölbreytilegu ári 2021. Sóttvarnamál hafa haft mikil áhrif á lífið í Hallgrímskirkju og enn á ný hefur þjóðkirkjan neyðst til að fella niður helgihald um áramótin. Tónleikar og guðsþjónustur í Hallgrímskirkju falla því niður fram yfir 2. janúar 2022. En aftansöngur gamlársdags verður...

Hraðpróf og streymi í helgihaldi jólanna

22.12.2021
Fréttir
Streymt verður á netinu beint frá athöfnum í Hallgrímskirkju um jólin á heimasíðu kirkjunnar og mbl.is. Aðeins 400 komast í hverja messu á aðfangadag og jóladag.

Kór Hallgrímskirkju glansar á jólatónleikum

17.12.2021
Fréttir
Glæsilegir fyrstu tónleikar Kórs Hallgrímskirkju 16. desember.

Jólastreymi Hallgrímskirkju

15.12.2021
Fréttir
Það er dásamlegt að vera í Hallgrímskirkju og syngja jólasálmana en þessi jól verður líka steymt beint frá aftansöng aðfangadags kl. 18, frá guðsþjónustunni á jólanótt kl. 23.30 og hátíðarguðsþjónustu á jóladag kl. 14. Á heimasíðunni hallgrimskirkja.is verða birtir hlekkir á streymið. Þau sem vilja vera í kirkjunni eru beðin um að fara í hraðpróf. Upplýsingar um guðsþjónustur, tónleika og aðrar athafnir eru einnig veittar á heimasíðu kirkjunnar. Helgihaldið er dásamlegt og nú er hægt að syngja og njóta ekki aðeins í kirkjunni heldur líka hvar sem er. Gleðileg jól.

Fyrsta skóflustungan 15. des. 1945

15.12.2021
Fréttir
Fyrsta skóflustungan var tekin að Hallgrímskirkju á þessum degi, 15. desember, árið 1945. Sá merki viðburður vakti enga athygli í Reykjavík. Enginn fjölmiðill sendi fulltrúa sinn og því var hvergi greint frá tiltækinu og engin mynd var tekin.

Senjorítukórinn

13.12.2021
Fréttir
Senjorítukórinn undir stjórn Ágota Csilla Joó tóku þátt í uppsetningu á leikritinu Ertu hér? og sungu lokalagið í sýningunni

Leikritið Ertu hér? sýnt í kórkjallara kirkjunnar

13.12.2021
Fréttir
Leikritið Ertu hér? er sýnt í kórkjallara Hallgrímskirkju. Vinkonurnar Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir breyta kórkjallaranumí leiksvið

Saga skírnarfonts Hallgrímskirkju

10.12.2021
Fréttir
Skírnarfontur Hallgrímskirkju var helgaður og blessaður fyrsta sunnudag í aðventu árið 2001. Tuttugu árum síðar sögðu Leifur Breiðfjörð og Sigríður Jóhannsdóttir, kona hans og samstarfsmaður, frá tilurð fontsins og öðrum listaverkum eftir þau í Hallgrímskirkju. Ávarp þeirra í athöfn eftir guðsþjónustu fyrsta sunnudags í aðventu er hér að neðan. Mikill fengur er að þessari greinargerð þeirra til skilnings á gerð fontsins og verkum þeirra í kirkjunni.