AFTANSÖNGUR MEÐ KÓR HALLGRÍMSKIRKJU Á BOÐUNARDEGI MARÍU
Choral evensong I The Annunciation of Mary
Sunnudagur 30. mars kl. 17
Aðgangur ókeypis
Kór Hallgrímskirkju
Steinar Logi Helgason stjórnandi
Björn Steinar Sólbergsson orgel
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prestur
Flutt verður tónlist eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, James Macmillan, Nicolas de Grigny, Atla Heimi Sveinsson og Báru Grímsdóttur. Frumflutt verður nýtt verk eftir Huga Guðmundsson, Ave Maria sem samið er að þessu tilefni.
Kórvesper eða Evensong á uppruna sinn á Englandi innan ensku kirkjunnar. Það var Thomas Cranmer sem setti saman þætti úr latnesku tíðagjörðunum Vesper og Completorium. Formið hefur að mestu verið óbreytt síðan 1549.
Þungamiðjan í kórvesper er flutningur Davíðssálma og Lofsöngva Maríu og Símeons. Lofsöngur Maríu er staðfesting loforða Gamla testamentisins sem opinberast í Nýja testamentinu. Lofsöngur Símeons fagnar komu Krists, frelsarans, og leiðir yfir í staðfestingu okkar í posullegu trúarjátningunni. Inn á milli eru bænir, ritningalestrar og víxlsöngur.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!