Hið góða líf!
Ég er kominn til þess að þau hafi líf, líf í fyllstu gnægð. (Jóh. 10:10)
Fræðsluerindi í hádeginu á þriðjudögum í Hallgrímskirkju
11. febrúar - 11. mars 2025
Í hádeginu á þriðjudögum frá 11. febrúar til 11. mars verða flutt nokkur erindi undir yfirskriftinni „Hið góða líf“.
Þar verður fjallað um hvernig við getum lifað hinu góða lífi og hvað felst í þessum orðum: „Að lifa hinu góða lífi ?“
Fyrirlesarar munu fjalla um og ræða þetta veraldlega sjónarmið og tengja það trúarlegum gildum.
Léttar veitingar og öll velkomin!
Þriðjudagur 11. febrúar kl. 12.00.
Fyrsta fræðsluerindið: "Nóg að gera og allt í skrúfunni!" - endurnýjuð tengsl við Guð, heiminn og okkur sjálf- flytur Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Kópavogskirkju,
Þriðjudagur 18. febrúar kl. 12.00
Annað fræðsluerindið, "Farsæld barna" flytja Margrét Edda Yngvadóttir og Elísabet Sigfúsdóttir frá Barna og fjölskyldustofu,
Þriðjudagur 25. febrúar kl. 12.00
Þriðja fræðsluerindið "Hvað segja vísindi sálfræðinnar um hið góða líf?" flytur Helga Arnardóttir frá lýðheilsusviði Landlæknis.
Þriðjudagur 4. mars kl. 12.00
Fjórða fræðsluerindið "Hvað er líkt og hvað ólíkt þegar borinn er saman skilningur kristninnar a.v. og hellenískra heimspekiskóla h.v. á hinu góða lífi?" flytur Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor emeritus við guðfræðideild Háskóla Íslands.
Þriðjudagur 11. mars kl. 12.00
Fimmta og síðasta fræðsluerindið "Hið góða líf!" flytja sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Eiríkur Jóhannsson prestar Hallgrímskirkju.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!