Hádegistónleikar - Eyþór Ingi Jónsson

HÁDEGISTÓNLEIKAR 
Laugardagur 2. desember kl. 12
Eyþór Ingi Jónsson, orgel

Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 2.500 kr.

Eyþór Ingi Jónsson lauk kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 1998, undir leiðsögn Harðar Áskelssonar, Fríðu Lárusdóttur o.fl. Á árunum 1999-2007 nam hann við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð, fyrst við kirkjutónlistardeild og síðar við konsertorganistadeild. Aðal orgelkennari hans var prof. Hans-Ola Ericsson.
Kórstjórnarprófessorinn var Erik Westberg. Hann hefur sótt meistarakúrsa og einkatíma hjá mörgum af þekktustu orgelleikurum og kórstjórum samtímans.
Eyþór kennir orgelspuna, orgelleik, kórstjórn og orgelfræði við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands. Hann heldur líka reglulega námskeið og fyrirlestra. Hann hefur haldið hátt í 100 einleikstónleika hérlendis og erlendis. Einnig hefur hann leikið með fjölda innlendra og erlendra tónlistarmanna, bæði á tónleikum og í upptökum. Eyþór hefur bæði leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Verkefnahljómsveit Michael Jón Cllarke sem og stjórnað báðum hljómsveitunum. Hann stjórnaði líka Barokksveit Hólastiftis á meðan hún starfaði Eyþór starfar nú sem organisti við Akureyrarkirkju og stjórnandi kammerkórsins Hymnodia. Eyþór hefur einbeitt sér annars vegar að flutningi tónlistar frá 17. öld og hinsvegar nútímatónlistar og spuna, bæði fyrir orgel og kór. Undanfarið hefur hann einbeitt sér að flutningi þjóðlagatónlistar með ýmsum flytjendum, mest með eiginkonu sinni, Elvý G. Hreinsdóttur.
Eyþór hefur pantað og/eða frumflutt tugi tónverka eftir íslensk og erlend tónskáld. Hann er einn af forkólfum Barokksmiðju Hólastiftis.
Eyþór var bæjarlistamaður Akureyrar 2011-2012

Hallgrímskirkja - Þinn staður!