Hádegistónleikar - Matinée / Steingrímur Þórhallsson orgel

Steingrímur Þórhallsson starfar sem organisti við Neskirkju í Reykjavík. Undanfarin ár hefur hann einnig snúið sér að tónsmíðum, samhliða tónleikahaldi og kórstjórn. Mörg verka hans eru fyrir kór en einnig hefur hann samið talsvert fyrir einleikshljóðfæri og kammerhópa. Samhliða klassískum tónsmíðum semur hann fyrir sjónvarp og hefur tónlist hans verið notuð í sjónvarpsþáttum víðs vegar um heim, meðal annars á CNN, NBC, Discovery, History Channel og NRK.
 
Á efnisskrá tónleikanna eru ný og nýleg orgelverk, öll verkin nema eitt eru frumflutt á tónleikunum. Þar verða meðal annars frumflutt fimm kóralforspil við íslenska sálma ásamt verki í tveimur köflum sem heitir Þættir, en í því einskorðast fyrri kaflinn Dýpi eingöngu við dýpstu áttundir orgelsins frá miðju c, meðan að seinni kaflinn, Vindur er óður til vindins, sem bæði knýr orgelið en er einnig mikill áhrifavaldur á Íslandi.
Einnig verður flutt verkið H.A., verk sem samið var til heiðurs fyrrverandi söngmálastjóra á 90 ára afmæli hans og frumflutt af Birni Steinari Sólbergssyni árið 2021. Nýju verkin hlutu stuðning frá Tónmenntasjóði Þjóðkirkjunnar og STEFi.
 
Tónleikarnir hefjast kl. 12
 
Miðaverð 2000 kr.

 

Athugið að vegna endurnýjunar á ljósvist Hallgrímskirkju eru framkvæmdir í kirkjunni. Við biðjumst velvirðingar á ónæðinu.