HÁDEGISTÓNLEIKAR OG ORGELSMIÐJUR / ORGELKRAKKAR Í HALLGRÍMSKIRKJU
Fjölskyldutónleikar - Laugardagur 3. febrúar kl. 12
Guðný Einarsdóttir
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir
og orgelnemendur.
Orgelkrakkar:
Ari Jóhann Ingu Steinunnarson
Clementina Lucia Sinis
Gréta Petrína Ziemsen
Ingileif Teitsdóttir
Ísólfur Raymond Matharel
Vigdís Kristjánsdóttir
Kynnar:
Guðmundur Einar Jónsson
Hákon Geir Snorrason
Fjölskyldutónleikar og orgelsmiðja
Skemmtilegir orgeltónleikar fyrir alla fjölskylduna þar sem flutt verða þekkt orgelverk í bland við kvikmynda- og dægurlagatónlist. Flytjendur eru þær Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Guðný Einarsdóttir ásamt barnahópi sem einnig spilar á orgelið og sér um kynningar. Búast má við skemmtilegum uppákomum og óvæntum gestum!
Eftir tónleikana verður boðið upp á orgelkrakkasmiðjur þar sem þátttakendur fá að setja saman lítið orgel frá grunni og prófa að spila á það. Einnig gefst kostur á að fá að prófa að spila á stóra Klaisorgelið. Skráning í smiðjuna fer fram strax að tónleikum loknum. Fyrsta smiðjan hefst kl. 13.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Ókeypis aðgangur.
Hallgrímskirkja - Þinn staður!