Hallgrímur í tónum / Fræðsluerindi

Hallgrímur í tónum / Fræðsluerindi
Þriðjudagur 22. október milli kl. 12.00-12.50
 
Sigurður Sævarsson tónskáld og skólastjóri og Björn Steinar Sólbergsson Tónlistarstjóri Hallgrímskirkju og organisti
 
Hallgrímspassía Sigurðar Sævarssonar verður flutt í Hallgrímskirkju 27. október . Sigurður Sævarsson tónskáld mun segja okkur frá hugmyndinni að passíunni og hvernig hann fléttar Passíusálmana við dramatíska framvindu píslarsögunnar.
Björn Steinar Sólbergsson mun síðan segja okkur frá nýsköpun í tónlist fyrir orgel í tengslum við minningarárið. Einnig mun hann segja okkur frá tónverkum sem samin voru fyrir Hallgrímskirkju í tilefni af vígslu Frobeniusarorgelsins í maí 2024.
 
Hallgrímskirkja – Þinn staður!