HÁTÍÐARHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT

HÁTÍÐARHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT 
Gamlársdagur 31. desember kl. 16

Verið velkomin á Hátíðarhljóma við áramót er við kveðjum gamla árið og tökum vel á móti hinu nýja.
Hátíðarhljómar við áramót á Gamlársdag hafa um árabil notið mikilla vinsælda í tónlistarlífi Hallgrímskirkju. Í ár gefst tónleikagestum kostur á að njóta hátíðlegara tóna fyrir orgel og trompet í ljósaskiptunum á síðasta degi ársins.

Flytjendur eru Jóhann Nardeau trompetleikari og Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju.
Sérstakir gestir: Ásgeir Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson

Miðar fást við innganginn og á tix.is
Aðgangseyrir 4.000 kr.