Kvöldmessa og Getsemanestund

HALLGRÍMSKIRKJA
Skírdagskvöld 17. apríl 2025 kl. 20

Kvöldmessa og Getsemanestund

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari
Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson

Getsemanestund
Að messu lokinni fer fram stutt athöfn, Getsemanestund. Lesinn verður kafli píslarsögunnar um bæn Jesú í Getsemane og að því loknu verða munir altarisins teknir af því en á meðan er lesið úr 22. Davíðssálmi. Myndræn íhugun niðurlægingar Krists.

Pelíkaninn í Hallgrímskirkju
Eftir að altarið hefur verið afklætt á skírdagskvöld er sett fram fyrir altarið altarisklæði sem á sér ekki hliðstæðu hér á landi. Það er látið standa í kirkjunni föstudaginn langa sem myndræn íhugun. Klæðið er svart og ber mynd pelíkanans. Klæðið gerði Unnur Ólafsdóttir, listakona, og gaf kirkjunni. Myndin af pelíkananum er fornt tákn písla og hjálpræðisverks
Jesú Krists. Sagan segir að þegar höggormur hafði komist í hreiður pelíkanans og bitið ungana særði móðirin sig á brjóstinu og létblóðdropa falla á unga sína fimm sem þá lifnuðu við. Þetta sáu kristnir menn sem mynd og tákn hvernig blóð Krists hreinsar menn af allri synd og fyrir sár hans verða þeir heilbrigðir. Unnur gaf kirkjunni einnig hökul fyrir föstudaginn langa.

Hökullinn er svartur og á hann er saumað fyrsta vers Passíusálmanna og sex myndir úr píslarsögunni.

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR Í KYRRUVIKU!