Lestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar og tónlist

Lestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar og tónlist
Föstudagurinn langi, 29. mars 2025 kl. 13:00-18:30.

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða að vanda lesnir í heild sinni á föstudaginn langa í Hallgrímskirkju í ár en þeir fjalla um píslargöngu Jesú Krists.

Lesarar eru: Ágústa Þorbergsdóttir, málfræðingur og ritstjóri á Árnastofnun, Grétar Einarsson, kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, Svanhildur Óskarsdóttir, bókmenntafræðingur og sérfræðingur á Árnastofnun, Þóra Karítas Árnadóttir, leikkona, leikstjóri og rithöfundur og Steinunn Jóhannesdóttir, leikkona og rithöfundur sem jafnframt hefur skrifað frábærar bækur, ritgerðir og greinar um Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur hefur umsjón með flutningnum.

Tónlist: Organistar Hallgrímskirkju, þeir Björn Steinar Sólbergsson og Steinar Logi Helgason leika orgeltónlist tengda Passíusálmunum á bæði orgel kirkjunnar og Jóna G. Kolbrúnardóttir syngur útsetningar Smára Ólasonar á „gömlu“ passíusálmalögunum.

Til gamans er hér viðtal á hljóðvarpi þjóðkirkjunnar frá árinu 2021. Þar segir Steinunn frá kynnum sínum af Passíusálmum og höfundi þeirra og konu Hallgríms, Guðríði Símonardóttur. Viðtalið er að baki þessari smellu.

Meðfylgjandi ljósmynd var tekin á fyrsta fundi lesara Passíusálmanna 2025 sem hófst með myndatöku í turni Hallgrímskirkju sunnudaginn 2. mars sl.

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!