Orgelsumar í Hallgrímskirkju

Á upphafstónleikum Orgelsumars í Hallgrímskirkju 2022 koma fram Matthías Harðarson, orgelleikari og Charlotta Guðný Harðardóttir, píanóleikari og flytja verk fyrir orgel og píanó eftir Widor, Franck, Dupré, Sigurð Sævarsson og Alain.

Miðar eru fáanlegir við innganginn og á https://tix.is/is/event/13588/ 

Miðaverð 3000 kr.

 

Matthías Harðarson hóf píanónám 10 ára gamall við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Meðal kennara hans þar voru þau Gíslína Sól Jónatansdóttir, Guðmundur H. Guðjónsson og Kittý Kovács. Hann lærði einnig á saxófón undir handleiðslu Stefáns Sigurjónssonar. Að loknu miðprófi á píanó hóf Matthías nám á orgel hjá þáverandi organista Landakirkju, Guðmundi H. Guðjónssyni og síðar hjá Kittý Kovács. Árið 2016 lauk Matthías kirkjuorganistaprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar og lauk kantorsprófi sem og BA námi við Listaháskóla Íslands 2020. Þar lærði hann orgelleik hjá Birni Steinari Sólbergssyni, kórstjórn hjá Magnúsi Ragnarssyni og litúrgískanorgelleik hjá Guðný Einarsdóttur, Eyþóri Inga Jónssyni og Láru Bryndísi Eggertsdóttur. Samhliða orgelnáminu lagði Matthías stund á Vélstjórn og útskrifaðist sem Vélfræðingur árið 2017. Matthías hefur nýlokið mastersnámi í kirkjutónlist við konunglega tónlistarháskólann í Árósum. Undir leiðsögn Kristian Krogsøe, Lars Rosenlund Nørremark og Ulrik Spang-Hanssen.

 Guðný Charlotta Harðardóttir byrjaði sína tónlistarmenntun 6 ára við tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Eftir að hafa stundað nám þar til 19 ára aldurs, tók við nám við Tónlistarskólann í Garðabæ þar sem hún kláraði framhaldsprófið í píanóleik. Við tók þriggja ára háskólanám á hljóðfærakennslubraut við Listaháskóla Íslands. Guðný Charlotta hefur nú lokið við meistaranám við Konunglega tónlistarháskólann í Árósum þar sem hún stundaði nám frá haustinu 2020.

Guðný hefur flutt mörg af einleiksverkum tónlistarsögunnar en hefur lagt mikla áherslu á kammertónlist og meðleik með söngvurum. Ásamt því að hafa stundað samspil, þá hefur Guðný tekið virkan þátt í flutningi íslenskra nútímaverka. Hún hefur einnig spilað með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Ásamt því að hafa stundað nám í Danmörku, hefur Guðný komið fram á tónleikum í Finnlandi og Svíþjóð.

Guðný Charlotta hefur staðið sjálf fyrir nokkrum tónleikum og má þar nefna tónleika sem tileinkaðir voru lögum Sigfúsar Halldórssonar. Einnig má nefna flutning hennar ásamt Trillutríóinu á útsetningum Atla Heimis Sveinssonar og lögum frá Vestmannaeyjum. Trillutríóið skipar Veru Hjördísi Matsdóttur söngkonu, Símóni Karli Melsteð Sigurðarson á klarínett og Guðnýju Charlottu á píanó.

Guðný Charlotta hefur hlotið nokkra styrki og viðurkenningar og má þar helst nefna Halldór Hansen styrkinn sem henni var veittur árið 2020 og menningarstyrki frá SASS ásamt því að hafa verið valin Bæjarlistarmaður Vestmannaeyja 2021.