Orgelsumar í Hallgrímskirkju - Tuuli Rähni, orgel Eistland - Ísland & Selvadore Rähni, klarínett

Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2024

Laugardagur 10. ágúst kl. 12.00 - 12.30
Tuuli Rähni, orgel Eistland - Ísland
Selvadore Rähni, klarínett
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 2.700 kr.

Tuuli Rähni fæddist í Tallinn, Eistlandi og lauk þar píanónámi við Tónlistarmenntaskóla árið 1986. Árið 1991 lauk hún píanónámi við Eistnesku Tónlistarakademíuna hjá prófessor Peep Lassmann (fyrrum nemanda Emil Gilels). 1997 lauk Tuuli meistaranámi í píanóeinleik hjá Prof.G.Hauer og í píanókammertónlist hjá Prof.W.Genuit í Þýskalandi við Tónlistarháskólann í Karlsrúhe. 1997 2005 bjó Tuuli í Japan, Kyoto þar sem hún gaf tónleika og var píanókennari við Kyoto- Konservatoríið. 2005 flutti Tuuli ásamt fjölskyldu til Íslands. Hér lauk hún orgel- og kantorsnám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Orgelkennari hennar var Björn Steinar Sólbergsson. Sem píanóleikari og kammerleikari hefur Tuuli haldið tónleika í mörgum Evrópulöndum, Japan og Íslandi. Sem organisti er hún fastagestur á orgelsumri í Hallgrimslirkju í Reykjavík og gefur, Orgelsumri í Dómkirkjunni í Tallinn, Orgelsumri í Lüneburg, Bremerhafen og Hannover í Þyskalandi ofl.
Tuuli hefur samið tónlist fyrir orgel, spilað inn útvarps-og sjónvarpsupptökur og gefið út geisladiska fyrir Naxos ásamt eiginmanninum, klarinettleikara Selvadore Rähni.
 
Selvadore Rähni er einn þekktasti klarínettleikari Eistlands. Hann er með meistara- og doktorsgráðu frá Þýskalandi og hefur komið fram sem einleikari víða í Evrópu og Japan í borgum eins og Berlín, Stuttgart, Karlsruhe, Tallinn, Pärnu, Kyiv, Tarragona, Moskvu, Kyoto, Osaka og Tókíó.Hann er vel metinn hljómsveitarleikari og hefur leikið einleik sem gestaleikari með mörgum þekktum hljómsveitum, þar á meðal með Kammersveit Pforzheim og Württemberg, Pólsku, Úkraínsku og Tékknesku kammersveitinni, Sinfóníuhljómsveit Eistlands, alþjóðlegri hátíðarhljómsveit Yamanami og Osaka hátíðarhljómsveit. Árið 1997 fékk Selvadore sem fyrstur eistneskra tónlistarmanna lífstíðarsamning við Kyoto Sinfóníuhljómsveitina í Japan og var ráðinn sem fyrsti klarínettleikari. Því starfi gegndi hann til ársins 2005. Selvadore Rähni hefur haldið klarínettumeistaranámskeið á Íslandi, Spáni, Úkraínu, Japan, Eistlandi og Þýskalandi. Árið 2015 og 2019 komu út geisladiskar með Tuuli Rähni.
 
Tuuli og Selvadore hafa spilað saman meira en 3 áratugi, haldið tónleika í mörgum löndum í Evrópu, Japan og Íslandi og spilað inn geisladiska sem hafa hlotið lof gagnrýnenda. Þau flytja fjölbreytt dagskrá fyrir orgel og klarinett sem inniheldur frumsamið lög frá báðum.