ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU
Sunnudagur 14. júlí kl. 17.00 - 18.00
Wolfgang Portugall, orgel og Judith Portugall ,flauta,
Bensheim / GermanyMiðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á
tix.isAðgangseyrir 3.700 kr.
Wolfgang Portugall lærði kirkjutónlist við háskólann í Mainz. Hann útskrifaðist með „A-próf“ í kirkjutónlist árið 1989 með hæstu einkunn. Síðan þá hefur hann kennt á orgel, píanó, hljómfræði og tónheyrn við tónlistarskólann í Frankenthal, við háskólann í Mainz og við kirkjutónlistardeild tónlistarháskólans í Mainz.
Hann kemur víða fram á tónleikum bæði sem einleikari og continuo-leikari.
Fyrstu tónleikar hans á Íslandi voru árið 1991.
Judith Portugall nam tónlistarkennslu, hljómsveitartónlist og upprunatúlkun við tónlistarháskólana í Heidelberg og Frankfurt. Eftir að hún lauk námi hefur hún einnig sótt meistaranámskeið hjá þekktum listamönnum m.a. Paul Meisen og Konrad Hünteler.
Hún starfar sem skólastjóri tónlistarskólans í Groß-Gerau og leikur á flautu með nokkrum hljómsveitum m.a. „Churpfälzische Hofcapelle“.