Hallgrímskirkja 12:30 – 14:30, sunnudaginn 13. mars 2022. Suðursalur.
Ný þýðing dr. Gracia Grindal á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar á ensku verður til skoðunar á málþingi í Suðursal Hallgrímskirkju 12:30 – 14:30 sunnudaginn 13. mars 2022. Nýja þýðingin þykir nútímaleg og sérlega sönghæf. Í dagskránni Passíusálmar til útflutnings segir Karl Sigurbjörnsson frá útgáfusögu Passíusálma og þýðingu dr. Grindal. Sigurður Sævarsson hefur notað nýju þýðinguna við tónsmíðar sínar og segir frá nýtingarmöguleikum. Þá fjalla Margrét Eggertsdóttir og Mörður Árnason um þýðinguna. Einar Karl Haraldsson stýrir umræðum frummælenda. Stjórnandi samkomunnar Sigurður Árni Þórðarson.
Útgáfusaga Passíusálma Hallgríms Péturssonar á erlendum málum: Karl Sigurbjörnsson, biskup
Nýja þýðing Passíusálmanna og tónlistin: Sigurður Sævarsson, tónskáld
Er hægt að koma Passíusálmunum til skila á ensku?: Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor
Enska þýðingin í ljósi ritgerðar í Skírni um Gyðingaandúð í Passíusálmunum: Mörður Árnason, fræðimaður
Einar Karl Haraldsson, form. sóknarnefndar, stýrir umræðum frummælenda.
Áhugasamir skrái sig hjá kirkjuvörðum Hallgrímskirkju eða á www.kirkjuverdir@hallgrimskirkja.is