Pétur Nói Stefánsson hóf píanónám 6 ára gamall við Tónlistarskóla Árnesinga hjá Ester Ólafsdóttur. Hann lauk framhaldsprófi í orgelleik undir handleiðslu Kára Þormar vorið 2022. Árið 2023 lauk Pétur Nói kirkjuorganistaprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar og lauk kantorsprófi sem og BA námi við Listaháskóla Íslands 2025. Hann hefur haldið orgeltónleika í Selfosskirkju og Hóladómkirkju, leikið með Söngsveitinni Fílharmóníu og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Undanfarin sumur starfaði hann sem bæjarlistamaður og hélt reglulega hádegistónleika í Hveragerðiskirkju. Pétur Nói var ráðinn organisti við Eyrarbakkakirkju haustið 2023.