Requiem eftir Gabriel Fauré

Laugardaginn 16. apríl kl. 17 flytur Kór Langholtskirkju Sálumessu eða Requiem eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré (1845-1924) undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.

Einsöngvarar á tónleikunum eru þau Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópran og Fjölnir Ólafsson, barítón.
Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel.

Sálumessan eitt þekktasta verk hans og hefur notið gífurlegra vinsælda frá því hún var frumflutt árið 1888. Sjálfur sagði Fauré sálumessuna einkennast af trú á eilífa hvíld í dauðanum.
Auk sálumessunar verða flutt verk fyrir orgel og sópran eftir Maurice Duruflé og Jehan Alain.

Miðasala fást á  tix.is. Einnig verður hægt að kaupa miða við inngang, meðan húsrúm leyfir.