Á Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl kl. 14:00, verður Söngvahátíð barnanna haldin í Hallgrímskirkju.
Þar munu koma fram um 180 börn með barna- og unglingakórum ásamt stjórnendum sínum úr kirkjum á höfuðborgarsvæðinu.
Tónleikar hátíðarinnar verða haldnir kl. 14.00.
Þátttakendur eru:
Barnakór Digranes- og Hjallakirkju, stjórnandi: Kristján Hrannar Pálsson
Barnakór Fríkirkjunnar, stjórnendur: Álfheiður Björgvinsdóttir og Lára Ruth Clausen
Barnakór Laugarneskirkju, stjórnendur: Elísabet Þórðardóttir og Þórunn Gréta Sigurðardóttir
Barnakór Neskirkju, stjórnandi: Steingrímur Þórhallsson
Barnakór Seltjarnarnesskirkju, stjórnandi: Þorsteinn Freyr Sigurðsson og María Konráðsdóttir
Drengjakór Reykjavíkur, stjórnandi: Þorsteinn Freyr Sigurðsson
Graduale Futuri og Liberi, stjórnandi: Björg Þórsdóttir
Perlukór Háteigskirkju, stjórnandi: Guðný Einarsdóttir
Með kórunum leika Erla Rut Káradóttir á píanó og Gunnar Hrafnsson á bassa.
Ljósmyndari á vegum hátíðarinnar verður á svæðinu.
Aðgangur er ókeyps og öll hjartanlega velkomin!
HALLGRÍMSKIRKJA - STAÐUR BARNANNA!