Tónskáldaspjall við Hjálmar H. Ragnarsson
Artist talk with Hjálmar H. Ragnarsson
Sunnudagur 26. janúar 2025
16:00-16:45
Hallgrímskirkja
Ókeypis aðgangur
Tónleikar Cantoque Ensemble á Myrkum músíkdögum 2025 eru helgaðir kórtónlist Hjálmars H. Ragnarssonar þar sem hópurinn flytur glænýtt verk Hjálmars sem hann samdi sérstaklega fyrir kórinn í tilefni tónleikanna. Einnig verða fluttir þættir úr Messu (1989) ásamt fleiri verkum eftir Hjálmar. Á undan tónleikunum ræðir Hjálmar H. Ragnarson við sýningarstjóra hátíðarinnar um tónskáldaferilinn og tilurð þeirra verka sem flutt verða á tónleikunum. Tónskáldaspjallið hefst kl. 16.
Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Myrka músíkdaga.
Viðburðurinn fer fram á íslensku og aðgangur er ókeypis.
--ENGLISH--
Cantoque Ensemble’s concert at the 2025 Dark Music Days festival is dedicated to choral works by Hjálmar H. Ragnarsson. The ensemble will perform Hjálmar's ambitious Mass, written in 1989, alongside the premiere of a new work composed specifically for the choir on the occasion of this concert. Prior to the performance, Hjálmar H. Ragnarsson will speak with the festival curators about the creation of the works featured in the concert, interspersed with a discussion about his career.
Held in collaboration with Dark Music Days.
The event will be conducted in Icelandic, with free admission.