TVÆR HLIÐAR HALLGRÍMS - UMBRA Ensemble

TVÆR HLIÐAR HALLGRÍMS

Tónlistarhópurinn Umbra mun vinna með valið efni úr bókinni „Hvað verður fegra fundið?“ en bókin er í vinnslu fyrir Minningarár Hallgríms Péturssonar - 350. Bókin inniheldur andlega og veraldlega texta eftir skáldi sem valdir voru af Sr. Irmu Sjörn Óskarsdóttur, Steinunni Jóhannesdóttur, Svanhildi Óskarsdóttiu og Margréti Eggertsdóttur."

Veraldleg ljóð Hallgríms Péturssonar hafa ekki fengið mikla athygli í tónsköpun en eftir hann liggja ljóð og kvæði sem er magnaður spegill á merkilega ævi skáldsins og heimsmynd 17.aldar. Á tónleikunum er jöfnum höndum unnið með trúarleg og veraldleg kvæði Hallgrím - tónefni kemur úr nokkrum áttum, Þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar, lagboðum frá miðöldum og eigin tónsmíðum hópsins.

Efnisskrá:

Ég byrja reisu mín (Hallgrímur Pétursson / Jacob Regnart 1574-Vulpius 1609-Schein 1627-Sb.1619-Ab.1997)

Nú ert leidd mín ljúfa (Hallgrímur Pétursson /Arngerður María Árnadóttir)

Víst ertu Jesú kóngur klár (Hallgrímur Pétursson / Kempten um 1000-Weisse 1531-Sb.1589-Páll Ísólfsson-Ssb.1936)

Gegnum Jesú helgast hjarta (Hallgrímur Pétursson / Hymnodia Sacra)

Vertu Guð faðir ((Hallgrímur Pétursson / Lagboði: Herra Guð í himnaríki, Laggerð: Þuríður Guðnadóttir)

Oflátungsvísa (Hallgrímur Pétursson / Arngerður María Árnadóttir)

Gefðu að móðurmálið mitt (Hallgrimur Pétursson / Strassburg 1525-Thomisson 1569-Sb.1589-SB.1972)

Hver græðir hjartans kvíða (Hallgrímur Pétursson / Lagboði: Almáttugur Guð, allra stétta - Íslenskt þjóðlag)

Ó Jesú, að mér snú (Hallgrímur Pétursson / Hymnodia Sacra)

Auðtrúa þú aldrei sért (Hallgrímur Pétursson / Íslenskt þjóðlag)

Krossferli að fylgja þínum (Hallgrímur Pétursson / Antwerpen 1540-Thomisson 1569-SB.1589)

Hvað verður fegra fundið? (Hallgrímur Pétursson / Lilja Dögg Gunnarsdóttir)

Kóngarnir drekka kryddað vín (Hallgrímur Pétursson / Arngerður María Árnadóttir)

Ölerindi (Hallgrímur Pétursson / Vísnalag úr Mýrasýslu)