David Cassan orgeltónleikar

18. júlí 2017

David Cassan


Hlaut 1. sæti í The Chartre International Organ Competition 2016

Laugardaginn 22. júlí kl. 12 / Sunnudaginn 23. júlí kl. 17


Tónlist eftir: G.F.Händel, Sibelius, D.Cassan / J.S. Bach, Saint-Saëns, Vierne,Widor, Dupré, Stravinsky, D. Cassan


Franski organistinn David Cassan stundaði nám m.a. hjá Thierry Escaich, Philippe Lefebvre og François Espinasse við Listaháskóla Parísar (Conservatoir National Supérieur de Musique et de Danse) lauk hann prófi í orgelleik, spuna, hljómfræði, kontrapunkt, fúgu og form, pólyfóníu endurreisnartímabilsins og tónsmíðar 20. aldar. David Cassan hefur verið duglegur að taka þátt í alþjóðlegum orgelkeppnum og hefur unnið a.m.k. tíu þeirra. Þær þekktustu eru án efa Chartres í Frakklandi, SaintAlbans í Englandi, Haarlem í Hollandi og Jean-Louis Florentz verðlaun frönsku listaakademíunnar. David Cassan er organisti Notre Dame des Victoires kirkjunnar í París en starfið gefur honum einnig möguleika að geta einbeitt sér að tónleikahaldi. Hann hefur komið fram með frægum frönskum sinfóníuhljómsveitum, auk þess að leikið á flest þekktu orgelin í Frakklandi og komið fram á tónleikum í Þýskalandi, Rússlandi, Kína, Ísrael, Spáni, Englandi, Belgíu, Írlandi, Hollandi, Sviss, Ítalíu og í Úrúgvæ.

Upplýingar um Alþjóðlega Orgelsumarið í Hallgrímskirkju HÉR.

Hádegistónleikar – 30 mín: 2.000 ISK / Sunnudags tónleikar - 60 mín: 2500 ISK