Þýskt jazzdúó, skipað Markusi Burger píanóleikara og Jan von Klewist saxófónleikara, efnir til jólajazztónleika Hallgrímskirkju fimmtudaginn 17. desember, kl. 20. Þeir félagar ferðast nú um heiminn sem tónlistarsendiboðar Þýskalands í tilefni af 500 ára afmælis siðaskiptanna árið 2017. Fluttir verða þekktir þýskir jólasálmar í jazzbúningi. Þeir voru hér síðast á Jólatónlistarhátíðinni 2013 og léku þá fyrir fullu húsi við rífandi undirtektir. Tónleikarnir eru í samvinnu við þýska sendiráðið. Tekið verður á móti frjálsum framlögum til Landsbjargar. Aðgangur ókeypis. Sjá listvinafelag.is