Fjölmargt verður á döfinni í Hallgrímskirkju 3. sunndag í aðventu. Messa og barnastarf hefjast kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Leonard Ashford og messuþjónum. Fermingarungmenni aðstoða í messunni. Kvennakór HÍ syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Organisti Björn Steinar Sólbergssson. Rósa Árnadóttir og Sólveig Anna Aradóttir sjá um barnastarfið. Eftir messukaffi verður myndlistarpjall um list Erlu Þórarinsdóttur. Það hefst um kl. 12,20 og verður í umsjá Rósu Gísladóttur, sýningarstjóra Listvinafélagsins, og Ólafs Gíslasonar, listfræðings. En um kl. 12,15 mun Björn Steinar Sólbergsson, organisti, fræða um gerð og byggingu hins mikla Klaisorgels Hallgrímskirkju og skýra með tóndæmum raddir og möguleika orgelsins. Björn Steinar opnar heima kirkjutónlistarinnar. Allir velkomnir í Hallgrímskirkju.