Jólin hans Hallgríms í Sunnudagaskólanum 10. desember kl. 11

08. desember 2023
Sunnudaginn 10. desember er Sunnudagaskóli kl. 11.00 og verður sýningin Jólin hans Hallgríms verður sýnd og börnunum í boðið að vitja jóla fortíðar.
 
Skólum og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu er boðið í Hallgrímskirkju í desember. Þetta er í níunda skipti sem sýning er sett upp og hafa nú þegar um 120 börn komið á sýninguna.

Baðstofa var gerð fyrir sýninguna en þar má finna muni sem fjallað er um í bókinni og leikararnir Níels Thibaud Girerd og Pálmi Freyr Hauksson töfra upp jólastemningu sem vísa til sögunnar. Þótt margt hafi breyst á fjórum öldum er ýmislegt kunnuglegt við undirbúning jólanna hjá heimilisfólkinu í Gröf á Höfðaströnd þar sem Hallgrímur átti heima. Þá eins og nú kviknar ljós í hjörtum mannanna þótt myrkrið grúfi yfir.
 
Fleiri upplýsingar um Jólin hans Hallgríms má finna hér.
 
Sjáumst í Sunnudagaskólanum.
 
Hallgrímskirkja - Þinn staður!