Orgeltónleikar - Bine Katrine Bryndorf

04. ágúst 2017

Helgarorganistinn Bine Katrine Bryndorf


Tónlist eftir: G. Muffat, C.P.E. Bach, Buxtehude.


Bine Katrine Bryndorf er hallarorganisti við Friðriksborgarhöllina í Hillerød, um
40 km fyrir norðan Kaupmannahöfn. Hún er einnig gestaprófessor við Royal
Academy of Music í Lundúnum og svo kennir hún við Konunglega konservatoríið í
Kaupmannahöfn.
1994?2017 kenndi hún fyrst í Vínarborg og svo í Kaupmannahöfn. Hún varð
prófessor 2001 og síðar deildarstjóri við Konunglega konservatoríið. Í ár hefur hún
söðlað um og starfar nú sem hallarorganisti við kapelluna í Friðriksborgarhöll við hið
heimsþekkta Esaias Compenius orgel. Hún kennir smávegis í Kaupmannahöfn og
ferðast reglulega til Lundúna til að kenna þar.
Bine Katrine, sem á ættir að rekja til Íslands, er heimsþekktur organisti,
sérstaklega fyrir túlkun sína á barokktónlist og hún er mjög eftirsótt til að kenna á
meistaranámskeiðum og sem dómari í orgelkeppnum. Þá leikur hún einnig mikið á
sembal með litlum kammertónlistarhópum.

Hádegistónleikar – 30 mín: 2.000 ISK / Sunnudags tónleikar – 60 mín: 2500 ISK

Aðgöngumiðar eru seldir klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar. Miðasala er einnig á midi.is.

Upplýsingar um Alþjóðlega Orgelsumarið í Hallgrímskirkju HÉR.