Frá 2011 hefur Franz Günthner starfað fyrir kaþólska biskupsdæmið Rottenburg-Stuttgart
sem kantor í héraðinu Allgau, Oberschwaben og Bodensee syðst í Þýskalandi með
þjónustu í St. Martin kirkjunni í Leutkirch.
Franz Günthner útskrifaðist frá Tónlistarháskóla kaþólsku kirkjunnar í Regensburg og
lauk framhaldsnámi frá Staatliche Hochschule für Musik í München árið 1994. Meðan
á námi stóð tók hann þátt í orgelkeppnum og námskeiðum hjá þekktum organistum
eins og Olivier Latry og Naji Hakim.
Franz Günthner var fyrst organisti St. Bonifatius kirkjunnar í München og frá 1998
í Maríuklausturkirkjunni í Diessen. Þar hefur hann haldið úti tónleikaröð allt árið og
sérstakri helgarhátíð undir heitinu Tage alter Musik Diessen. Síðan 1996 hefur hann
sérhæft sig í flutningi tónlistar 17. og 18 aldar og hann leikur á sembal með nokkrum
hljómsveitum og tónlistarhópum.
Aðgöngumiðar eru seldir klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar og kosta kr. 2000.
Upplýsingar um Alþjóðlega Orgelsumarið í Hallgrímskirkju HÉR.