Það er Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, mikil gleði og heiður að hafa verið valinn Tónlistarflytjandi ársins" í flokkinum sígild- og samtímatónlist á uppskeruhátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna í Hörpu í gærkvöldi. Kórinn fagnaði 20 ára afmæli á síðasta ári m.a. með útgáfu geislaplötunnar Meditatio, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda víða um heim og flutningi á Jólaóratóríu Bachs í desember. Auk þess kom kórinn fram á 12 tónleikum á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju, frumflutti Sálumessu eftir Sigurð Sævarsson o.fl. Við afhendingu tónlistarverðlaunanna söng kórinn eitt af lögunum á Meditatio, O nata lux eftir Morten Lauridsen. Schola cantorum þakkar Íslensku Tónlistarverðlaununum þennan heiður og þá hvatningu sem hún felur í sér. Kórinn færir sóknarnefnd og starfsfólki Hallgrímskirkju, Listvinafélagi Hallgrímskirkju, Ingu Rós Ingólfsdóttur framkvæmdastjóra félagsins og öllum þeim sem skapa það frábæra bakland sem kórnum er búið til að ná árangri í söng.