Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir.
Kaffisopi eftir messu.
Verið hjartanlega velkomin til messu.
Þá er komið að kyrrðarstundum sem hefast aftur fimmtudaginn 16. janúar 2020 kl. 12. Að þessu sinni mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina en organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar.
Verið hjartanlega velkomin.
Hallgrímskirkja - Bogi Benediktsson
Miðvikudaginn 16. janúar verður turninn lokaður milli kl. 9 - 12. Opnum aftur kl. 12 og til kl. 16:30. Kirkjan er opinn frá 9 - 17.
Miðvikudaginn 16. janúar verða foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi.
Verið velkomin.
Miðvikudaginn 16. janúar kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar ásamt messuþjónum. Kjörið tækifæri að byrja daginn snemma og eftir messu er morgunmatur.
Verið velkomin.
Krílasálmar á morgun, þriðjudaginn 15. janúar kl. 11:30 og verða út maí. Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist, sálmar, þjóðlög og barnavísur eru notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna.
Það er sungið fyrir þau og spilað á hin ýmsu hljóðfæri, þeim vaggað,...
Tíminn og lífið - Mynd: SÁÞ
Þriðjudaginn 15. janúar kl. 10.30 12 er fyrirbænamessa í Suðursalnum. Á morgun mun dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.